Guðmundur Björnsson

Guðmundur Björnsson er fæddur 10. október 1957 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann varð sérfræðingur endurhæfingar-lækningum árið 1990 að loknu framhaldsnámi í Svíþjóð. Guðmundur starfaði m.a á árunum 1984 -1987 á slysadeild Borgarspítalans, í heilsugæslu og í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá árinu 1992-2000 gegndi hann starfi yfirlæknis í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Hann hefur starfað sem ráðgjafi í tryggingalæknisfræði og endurhæfingu m.a. fyrir Landlæknisembættið, Reykjavíkurborg, tryggingafélög og lögmenn. Guðmundur sat í aðalstjórn Læknafélags Íslands á árunum 1993-1999, tvö síðustu árin sem formaður. Guðmundur stofnaði fyrirtækið Saga Heilsa ehf árið 1999 og hefur starfað við það síðan. Árið 2005-2006 rak hann í félagi við aðra frumkvöðla fyrirtækið Líðsinni ehf ,leiðandi fyrirtæki í einkarekinni heilbrigðisþjónustu, sem hann hefur nú selt. Guðmundur lauk prófi frá "American Board of Independant medical examiners" í janúar 2006 og hefur nú lokið MBA námi við Háskólann í Reykjavík. Hann rekur nú ráðgjafafyrirtækið Medx.slf
Mótorhjól og ferðalög - eru ástríða höfundar.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Guðmundur Björnsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband