Sorrento- Pompei -Sorrento miðvikudagur 1.apríl 2015, 53 km.

 

IMG_3289

 

 

 

 

 

 

 

 

Alveg síðan ég var smástrákur var ég heillaður af náttúrfræði og mannkynssögu og gekk vel í skóla í þeim fögum. Það er nú ekki síst móður minni Ástu Huldu heitinni að þakka af öllu öðrum ólöstuðum sem kenndi mér að njóta náttúrunnar og var sífellt að ýta að mér bókum til að lesa. Ég var búinn að lesa úr mér augun þegar ég var 13 ára og þurfti að fá gleraugu. Síðan þá hefur útvistar- ferða og lestrarþörfin heltekið mig. Ég vona að mínir nánustu sýni því áfram skilning.

IMG_3213

 

 

IMG_3217

 

 

 

 

IMG_3263

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_3261

 

 

 

 

 

 

 

 

Pompei á Ítalíu vakti sérstakan áhuga minn þegar ég var strákur. Hér var samfélag sem var háþróað 1000 árum áður en Ísland byggðist og hvarf undir öskusprengingu í gosi eldfjallsins Vesúvíusar árið 79. Borgin hefur svo verið grafin upp á síðustu 300 árum.

Nú er ég kominn hingað, loksins, og er búinn að vera á leiðinni lengi. Tók reyndar ekki auðveldustu leiðina eins og lesendum bloggsins er kunnugt.

Við ókum frá Sorrento ströndina gegnum smábæi við ströndina og það var mikil umferð í þröngum götum. Hér aka menn eftir lífsskoðunni “að hika er að sama og tapa”. Við áttum í fullu fangi með að verjast bílum og vespum (lesist -skellinöðrur). Hér keyra menn í árásáhug í ryki hita og hávaða. Stöðugt er flautað og maður verður að hafa sig allan við að verða ekki undir. Mér sýnist reyndar að menn beri virðingu fyrir stórum mótorhjólum eins og við erum á.

Við fengum gott bílastæði með vörðum við innganginn í gömlu borgina í Pompei. Hér stela menn mótorhjólum án þess að blikna og dugar stundum ekki að vera með lás og slá. Hér hafa menn gert það sem ætti að gera á Íslandi að selja aðgang og hugsa vel um mennigarverðmæti. Glæsilegur inngangur, safn og svo gönguleiðir um gömlu borgina. Það var eins og að hverfa 2000 ár aftur í tímann, öllu vel lýst, smáhlutir, pottar og pönnur, og svo gipsafsteypur af þeim sem höfðu farist í öskunni. Menn uppgötluðu holrými í öskunni sem voru fyllt af gips og þá kom í ljós mannslíkamar sem höfðu “gufað upp” og að fólk hafði dáið skyndidauða í öskuflóðinu.

En myndir segja meira en þúsund orð og hér fylgja því nokkrar. Ég rakst á einu horni í borginni fyrir tilviljun á æsku vin minn Jón Val Frostason og Maríu konu hans sem voru á ferðalagi með hóp. Alger tilviljun og einstaklega gaman.

Pompei er á heimsminjaskrá UNESCO og þeir lesendur bloggsins sem vilja lesa meira um það geta smellt hér.

Við héldum tilbaka til Sorrento um eftirmiðdaginn og reyndum að drífa okkur áður en “Siesta” – hvíldartíma, þár var nefnilega minni umferð, allar búðir lokaðar. Það gekk mun betur á leiðinn heim. Við keyrðum inn á togið í Sorrento og fundum ekki stæði fyrir hjólin, en lögðum hjólunum bak við tré við hliðina á veitingahúsinu. Við vorum að vona að löggurnar ( Policia municipale) myndu ekki gera við þetta athugasemdir, sem þær gerðu ekki. Mikil umferð á torginu, vespur og bílar og við sátum við borð nánast úti á götu.

IMG_2317

 

 

 

 

 

 

 

 

Drifum okkur heim og settumst á svalirnar á Megamare og nutum sólarlagsins. Eins og er í góðra vina hópi var mikið spjallað hlutstað á tónlist og hlegið fram eftir kvöldi. Við komust að því við Gulli að við höfum saman tónlistarsmekk, klassík, ég hef alltaf verið frekar feiminn að deila þeim áhuga, en hér var spiluð öll uppáhaldsstefin með “örlitlum” dropa af Ítölsku hvítvíni.

 IMG_23181


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Takk fyrir þetta blogg Guðmundur, það hlýtur að vera gaman að komast loksins á leiðaeenda og sjá þetta allt. Fróðlegt að sjá þessar myndir. Faðir minn heitinn hafði komið þangað á sínum tíma og skýrt mér frá því mnnnlega hvernig þeir bjuggu til gifshluta af fólki sem skrið eða lá, þegar eldgosið átti sér stað.

En sjón er sögu ríkari. Og svona í lokin: hef verið að lesa um eldgosið í Vestannaeyjum undanfarið í Útkllsbók. Þar kemur ýmislegt á óvart.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.4.2015 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband