Marinella - Gela Sikiley Föstudagur 3. apríl 2015 - 336 km.

 

IMG_3373

 

 

 

 

 

 

 

 

Við finnum fyrir því að við erum aðeins farnir að þreytast. Það er reyndar ekkert skrítið, við vöknum snemma, hjólum allan daginn, stoppum oft og erum að koma okkur í gistingu þegar hallar að kvöldmat þó við höfum pantað hana fyrr um daginn. Mótorhjólaakstur við þessar aðstæður reynir á , meira en marga grunar, ekki bara líkamlega heldur andlega. Mér finnst eftir að við komum hér sunnar á Ítalíu þetta jafnvel verða verra. Það er sennilega umferðin og hraðinn á öllum. Við þurfum sífellt að vera á varðbergi. Svo er það hitinn, við erum komnir langt suður á Miðjarðarhafssvæðið og Afríka er hinu meginn við hafið.

Við fengum okkur léttan bita, og af stað, náðum í hjólin niður á verkstæðinu í kjallarannum og héldum af stað. Við vorum búnir að ákveða að skella okkur yfir eitt fjall svona í “morgunverð” og það var mjög falleg hlykkjótt leið sem snúnum þröngum vegum. Fórum í gegnum nokkra littla bæi og komumst á bensínstöð þvottaaðstöðu með háþrýstisprautu og fötu og að þvo hjólin. Þau voru orðin hálfóhrjárleg, rykug og skítug, sérstaklega eftir að við höfðum farið gegnum vegafræmkvæmdir á leiðinni niður á “tánna”. Við skelltum okkkur svo inn á Autoströduna niður á “storutá” en það er ferjubærinn yfir til Messina á Sikiley. Við rétt misstum af ferju en tókum næstu sem fór 40 mín síðar og var um 20 mín yfir. Nutum útsýnisis á leiðinni með kaffi americano 8 vehjulegt kaffi) og panini brauðs með salami.IMG_3356

IMG_3354

IMG_3359

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vörum drjúga stund að komast út úr Messina og tókum fjöfarin veg úr úr borginni, ætluðum að taka ströndina en viltumst og enduðum einginlega inn í henni aftur. Þá tókum við Autoströduna niður til Toarmina sem er mjög fallegur sumarleyfisstaður við ströndina. Minnti dáldið á Amalfi. Við fengum okkur þar hádegismat, Lasanga að hætti heimamanna og espresso og héldum so áfram krókóttan veg niður til Catania, sem er stór og ófríð borg, með miklum ryki og hávaða. Það tafði okkur líkað að í öllu umferðarkraðankinu á þröngum götum var “píslaganga” á leið á móti okkur, fólk í búingum einn bar kross og kona söng í gjallarhorn. Við vorum fegnir að komast þaðan.

IMG_3363

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_3367

 

 

 

 

 

 

 

 

Booking.com mælti með Aurora recidence i Gela, svo við stungum okkur þangað á ágætum vegi, hlykkjóttum gegnum nú hrjóstrugt landslag. Eftir að hafa farið gegnum þröngar götur bæjarins, þar með talið á móti einstefnu, sem Geirþrúður var hörð á að væri það ekki fundum við staðinn. Bjöllunni svaraði fullorðinn karlmaður, Giovanni, doktor í bókmenntum og kunni nánast einga ensku. Hann kom niður, góðlegur og við gerðum okkur skiljanlega að við þyrftum geymslu fyrir hjólin. “Si” – hann fór í símann og talaði lengi, svo benti hann á okkur að koma með sér og fórum við með honum í hliðargötu skammt frá þar sem hann sýndi okkur geymslu sem var læst. Þar gátum við geymst hjólin örugg. Við fengum mjög fína heila íbúð fyrir okkur inni í miðbænum. Giovanni hafði ráðlagt okkur veitingahús. Við gengum um bæinn og þá kom í ljós að það var mikil hátíð tengd páskum, allir höfðu verið að vinna til hádegis og voru nú í sínu fínasta pússi á torgi bæjarins. og mikil hátíðahöld. Veitingastaðurinn reyndist vera fiskistaður, og þó að maturinn liti vel út leyst okkur ekki vel á eldhúsið og umgjörðina, það var einginn tími á þessu ferðalagi til að fá í magan

Á morgun Palermo og næturferjan til Sardiníu sem fer um kvöldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband