Á "tánna" - fimmtudagur 2.apríl 2015 -419 km.

 

IMG_3329

 

 

 

 

 

 

 

Morguninn var eins og allir morgnar fram að þessu himininn heiður og blár og sólin skein. Sorrentoflóinn er mjög fallegur, næstum “myndrænn” eins og þið gætuð ímyndað ykkur. Á mörgum heimilum á Íslandi hanga svona idylliskar myndir af húsum í pastellitum með músteinum og blómum og þær eru annaðhvort frá Sorrento, Amalfi eða Portofino.

Við vorum frekar snemma á ferðinni og ókum yfir hálsinn á Sorrento skaganum yfir til Positano og síðan Amalfi ströndin. Ströndin öll er á heimsmynjaskrá Sameinuðu þjóðanna og þeir lesendur bloggsins sem vilja lesa sig til meira um það geta smellt hér.

Ég held ég hafi aldrei ekið um í eins miklli myndrænni náttúrufegurð. Vegurinn sniglast með klettum út við sjó og inn í víkur með littlum bæjum. Þetta er einstakt og verða lesendur bloggsins að smella á krækjuna hér fyrir ofan eða skoða myndirnar. Við fengum okkur esspresso í litlum bæ við höfnina og fylgdumst með mannlífinu við höfnina.

 

IMG_3342

 

 

 

IMG_3331

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamall maður sem ég hitti benti okkur á stóra mósaíkmynd á útivegg. Hún sýndi siglingaveldi Amalfi á miðöldum, en þá réðu nokkur siglingaríki Ítalíu lögum og lofum á Miðjarðarhafi. Við enduðum strandveginn í Salerno þar sem sælan var úti, skítug borg, mikl umferð og við vorum í basli að komast upp á hraðbrautina sem við ætluðum að taka niður Ítalíu.

 

Við tókum “vespu”tæknina á þetta og brenndum meðfram trukkunum og skutumst inn á milli bílanna í langri röðinni upp brekku. Þetta gekk og fljótlega komust við inn á Autostrada A3. Við tókum þann veg alla leið niður á “tá” Ítalíu í gegnum fjöllin. Við fórum hæst í 1050 metra hæð og það kólnaði og dropaði á okkur. Við fórum svo í regngallan sem ekki veitti af um hríð. Það var svartaþoka efst uppi og hittinn sem hafði verið 20 gr. við ströndina fór um tíma niður í 8 gráður. Þegar hallaði niður í móti hlýnaði aftur og við ókum út á “tá” Ítalíu og fundum gistingu í bænum Marinella við borgina Pizzo.

Umhverfið hér er hrörlegt og greinilega mikil fátækt, en hótelið ágætt. Við fengum að geyma hjólin í kjallaranum á verkstæði og geymslu hótelsins þau eru alveg örugg þar. Að því loknun fengum við okkur aðeins í “tánna” og í gogginn. Á veitingastaðnum sátu allir og horfðu á ítalskan skemmtiþátt í sjóvarpinu sem var hátt stillt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvedja frá Bohemia! Mjög mikilvaegar upplýsingar - http://en-albafos.blog.cz 

albafos (IP-tala skráð) 3.4.2015 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband