Prorpriano-Calvi, þriðjudagur 7.apríl 2015-231 km

IMG_3544IMG_2579

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er búinn að fara margar fallegar leiðir á mótorhjóli í gengum tíðina. Minnistæðar eru skörðin í frönsku ölpunum, Pyrenníafjöllin, Blue ridge parkway í bandaríkjunum og svo mætti lengi telja. Í dag ókum við einhverja mögnuðust leið sem ég hef farið, og í góðu veðri. Leiðin liggur á vesturströnd Korsíku, mjög krókótt alveg við ströndina, víðast í klettunum og náttúrufegurð er einstök. Rauðleitir sundurskornir klettarnir fara saman við lágan grænan gróðurinn. Djúpblágrænt hafið liðast inn í víkur og voga langt fyrir neðan. Þetta var alveg einstakt. Við áðum í littlu þorpin niður við sjóinn og þar var veitingahús og bryggja.

IMG_2580

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_3552

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum orðnir ansi þreyttir, eiginlega saddir á mótorhjólakstri þegar við komum inn í Calvi og fundum ágætis gistingu í miðbænum með geymslu fyrir hjólin. Við röltum um bæinn, en það var frekar kalt og brugðum okkur því inn á ágætan sjávarréttastað við höfnina, kræklingur og smá hvítvínstár. Höfnin er mjög falleg með há fjöllin gnæfa fyrir bænum hinu meginn í við fjörðinn með snjó í toppum.

Á morgun suður til Ajaccio gegnum fjöllin á miðri eyjunni. Við ætlum að skoða okkur dáldið um þar. Við eigum næturferju um kvöldið þaðan til Toulone í Frakklandi.

IMG_3556


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband