Calvi - Ajaccio â Korsíka Miðvikudagurinn 6. apríl 2015 - 219 km.

IMG_2619IMG_2606
 

 

 

 

 

 

 

 

Korsíka kemur sannarlega á óvart. Það má segja að við eigilega orðnir fullsaddir á öllum snúnum þröngu vegunum og ákváðum að taka veg sem liggur norður frá Calvi og svo suður um miðja eyjuna milli fjallana. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Hér ókum við fyrst um fallega strönd og síðan í háum fjallasal með snæviþöktum tinndum. Hitinn skreið upp smám saman og náði um 16 gráðum. Við áðum í Corti sem er í fjöllunum, þetta gæti alveg verið bær í ölpunum, þannig er útlitið.

 

IMG_2621

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2627

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vildum vera tímanlega í Ajaccio til að fá miðana í ferjuna um kvöldið, minnugir tafanna í Palermo. Það gekk eins og í sögu, svo við settum okkur út á bátahöfn, fengum okkur svaladrykk í sólinni og fylgdumst með mannlífinu. Þar hittum við ung hjón, hún sænskur líbani en hann kanadískur negri, búsett í Svíþjóð. Hún er alin þar upp en hann var það í námi í stjórnmálafræði og þau voru komin með tvö lítil börn. Littli Lewis, kannski 2ja ára hafði mikinn áhuga á mótorhjólunum og þótti okkur sannast hið fornkveðna “munurinn á mönnum og drengjum er verðið á leikföngum þeirra. Það var falleg sigling út úr Ajaccio, og lyngt í sjóinn alla nóttina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband