Luxembourgh - Bastonge - Liege Föstudagur 10 apríl 2015- 165 km.

IMG_2779

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var búinn að lofa honum föður mínum heitnum Birni Guðmundssyni að ef ég væri einhverntíman nálægt bænum Bastonge á landamærum Luxembourgar og Belgíu að ég myndi koma þar við. Hann vara mikill söguáhugamaður og sérstaklega fróður um atburði seinni heimstyrjaldarinnar. Við Bastonge var háð einhver frægasta orusta seinni heimstyrjaldar um jólaleytið 1944 þegar þjóðverjar gerðu örvæntingafula tilraun til að snúa vörn í sókn. Þetta hefur verið nefnt “the battle of the bulge” Þannig er það ófáar minnigarnar þar sem hann var að lýsa atburðum af slíkri innlifun að maður var alveg dolfallin. Nú er ég hér í nágrenninu og ók því frá Lux til Bastonge og þræddi eiginlega Lux og Belgísku landamærin. Munurinn á þessum þjóðum er ótrúlega mikill, þannig sá maður á götum húsm og bílum hvenær hvoru meginn maður var, allt miklu snyrtilegra í Luxembourgh. Á torginu í Baston er skriðdreki sem er minnismerki um orustuna, og að sjálfsögðu var það myndað eftir að ég hafði fengið mér kaffi.

IMG_2780

IMG_2782

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hélt svo áfram til Liege og út á flugvöll til Icelandair Cargo þar sem Manfred Lauf tók á móti mér. Einstaklega viðfeldinn maður með mikla þjónustulund. Ég klappaði doctornum á stæðinu og þakkaði fyri mig, tók Geirþrúði af og setti niður, hún er búin að standa sig vel. Eftir að pappírsvinnu var lokið fór ég út og hjálpaði starfsmönnum að koma hjólinu fyrir á sérstöku bretti sem Eyþór í RMC lánaði mér og var sent út. Inn í vöruhúsið og þá sérstök athöfn þegar sprengjuleitarhudur sniffað af hjólinu, þetta er skylda og kostar 0.25 evrur á kíló aukalega. Ég tók svo leigubíl inn í miðbæ og leigði mér lítinn Opel og fór til Maastricht þar sem ég ætla að gista fram á sunnudag, en þá fæ ég og hjólið far til KEF.

Maastricht kemur á óvart, falleg borg og ekki spillti veðrið, yfir 20 stig í kvöldsólinni. Það var notalegt að sitja úti með einn kaldann að loknu löngu ferðalagi og íhuga málin.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband