Milanó-  Finale Ligure Föstudagur 27. mars 238 km.

Ég var snemma á fótum og eftir léttan bita fórum við að sækja hjólið til hans Paulo sem rekur lítið verstæði í nágrenninu. Þarna var það, þessi elska, eins og að sjá hestinn inn, fékk klapp og skoðað undir hófann, allt í standi. Paulo hafði látið yfirfara hjólið hjá BMW 10 þús km. skoðun og einhverjar smá ábyrgðarviðgerðir.

IMG_2250

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var eins og ég hefði verið á hjólinu í gær, ljúft var það. Heim að pakka og svo af stað um kl 12.30 út á Autostrada A7 í átt að Genoa. Það var 20 stiga hiti –yndislegt að líða áfram niður úr, hæfileg umferð og gat haldið góðum hraða á skriðstillinum. Ég fór útaf veginum við Servalle og tók svo stefnuna á Gavi og Agui Terme. Nú fór að verða skemmtilegt, fallegir þröngir gamlir bæir, krókóttir sveitavegir og töluverð hækkun. Ég áði í Gavi og svo aftur í Agui Terme og fór í stórmarkað til að kaupa smá mat og drykk.

IMG_2256IMG_2261

 

 

 

 

 

 

 

 

Leiðin niður til Finale Ligure er stókostleg, vegurinn sniglast í gili upp á við og svo bratt niður að Miðjarðarhafinu. Ég ók niður að stönd og áði þar, settist niður og horfði yfir sandströndina og hafið. Það var mikil umferð um kl. 18 þegar ég var að finna hótel Moroani sem ég hafði bóka, það hafðist eftir að ég hafði áttað mig á því að strandvegurinn er einstefna á hluta. Geirþrúður var alltaf að beina mér eitthvað í bak við það hús, og ég sá eingin skilti. Nú hófst biðin eftir Gulla, Guðlaugi Þórðarsyni vini mínum sem var á leið frá Cannes þar sem hann geymir hjólið sitt. Hann kom að loku eftir að ég hafði verið í sms og síma sambandi við hann en hann lennti í sömu villu og ég.

Það voru fagnaðarfundir, sátum úti fengum okkur bita og ræddum hvernig við ætluðum að haga ferðinni. Spáin og vegalengdin er þannig að við tökum ströndina niður Ítalíu, og sjáum svo til, en við verðum að vera í Palermo á Sikiley á laugardag 4. Apríl til að taka ferjuna yfir til Sardínu. Sú ferja fer á þessum árstíma einungis vikulega, en það er bókað og klárt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband