Mótorhjólaferð Skotland 2010

mbl.jpg

Nú fer að styttast í það að við nokkrir félagar úr BMW mótorhjólakúbbnum á Íslandi förum í draumaferð til Skotlands.

Það hefur farið heill vetur í undirbúning.

Hjólin fara út með gámi til Grimsby í  Englandi á næstu dögum og við fljúgum út til London mánudaginn 26.apríl n.k.  Það verður rúta til Grimsby og svo verður heill dagur í undirbúning.  Ætlunin er að fara "hring " um Skotland, ströndina og eyjarnar, eitthvað kíkjum við í hálöndin.  Það er mikill spenningur í hópnum sem telur vel á annan tug farskjótta og fleiri reiðmenn, á sumum verður tvímennt.

 

Nánar síðar á blogginu - fylgist með.

 

1200gs.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Til að hita upp þá er þessi mynd er tekin sumarið 2009,  Dr. GB í Hrauneyjum á hjóli Páls Kára GS 1200 GS sem hann góðfúslega lánaði mér , ógleymanleg ævintýraferð um hálendi Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband