Sunnudagur, 25. apríl 2010
Að vera undirseldur náttúrunni.
Nú er þetta að bresta á, draumaferðalagið, enn eldgos setur strik í reikninginn. Sjálfur var ég gostepptur í Kaupmannahöfn fram á miðvikudag. Vinnann kallar sem stöðugt er að skemma fyrir fríinu og leikgleðinni. Ég var með verkefni sem ég varð að ljúka og því fer ég ekki út fyrr enn á fimmtudagsmorgun. Hjólin eru nú um borð í fraktskipi úti á miðju Atlantshafi og Hilmar ferðafélagi okkar er með, sennilega í meðallagi sjóveikur. Skipið kemur til Immingham (Grimsby) í fyrramálið, mánudaginn 26.apríl. Ferðafélagar mínir eru á leið í rúti á Akureyri, síðan til Glasgow í Skotlandi. Þeir verða þar snemma morguns, og þá tekur við rútuferð til Grimsby, sennilega um 5 klst. Það verður frekar lágt á þeim risið um hádegi á morgun þegar þeir fara niður á höfn í Immingham að tæma gáminn. Ég er samkvæmt læknisráði, læknir ferðarinnar, búinn að ráðleggja þeim að vera ekki mikið á ferðinni á hjólunum á morgun, en fara og hvíla sig. Að vera í vinstri umferð er erfitt fyrir óvana, en án áskorunar er lífið lítils virði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.