Mánudagur, 3. maí 2010
Að ferðast í huganum.
Já það varð nú styttra ferðalagið mikla hjá mér en til stóð. Ég komst ekki einu sinni út á Keflavíkurflugvöll. Fyrst var ég gosteptur í Köben, svo með seinkun vegna verkefna og síðan yfirvofandi flugtafir og hjartans mál sem þurftu aðhlynningu. Svona er það, en ég get allaveganna huggað mig við það að viðhaldið fékk rétt viðhald þegar það tengdist tölvukerfi BMW og í ljós kom að frá upphafi hafði það verið vitlaust forritað. Nú gengur það eins og klukka, ja hérna, það var virði alls vesensins. MIkið væri það nú gaman ef við mannfólkið værum eins og gætum bara tengt okkur við tölvu til að laga gangtruflanir og galla. Kannski er það hægt, með endurforritun hugsana viðbragða og útþurkun á gömlum forritum ásamt olíuskiptum.
Ég er með vinum mínum í huganum í Skotlandi, á mínum æskuslóðum.
Þeir sem vilja fylgjast með þeim geta gert það á skotland2010.blog.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.