Adelaide

whiteinsun_1078134.jpgÞað er stórmerkilegt að vera á suðurhveli jarðar. Hér kemur sólinn upp í austri eins og heima en fer norður fyrir yfir daginn og sest í vestri frá hægri til vinstri. Vatnsvelgurinn í vaskinum fer í öfuga átt og hér er haust. Það er samt um 20 gr. Hiti á daginn en laufin farin að falla.Borgin Adelaide liggur við suðurströnd Ástralíu og þar búa um 1,5 miljónir manna. Það er ekki ys og þys eins og sumstaðar, heldur, kyrrð og rólegheit og tiltölulega lítil umferð. Það er falleg strönd þar sem við gistum, miðborg og svo lágar fjallshlíðar þaktar vínekrum. Paradís ! Það var upp úr byrjun 19. aldar sem Evrópubúar fóru að flykkjast hingað. Hér eru kjöraðstæður, þokkalegur hiti að vetri, góðar ræktunaraðstæður, lítill raki og heilmikið af náttúruaðulindum. Fólkið er vingjarnlegt og talar “bjagaða” ensku. Hér eru efnahagsaðstæður góðar, alþjóðlegakreppan hefur tæplega náð hingað, og hér er mikil uppbygging.Ég hef vaknað hér upp á morgnanna og farið út í göngutúr á ströndina eða hjólað hina ýmsu stíga um borgina. Þægilegur andvari að hafi og um 20 gr. hiti.0001m0.jpgute.jpghorftutastrond.jpghjolastigur.jpgsolsetur.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband