Náttúran

helgagkoala.jpgÞað er gott að vakna upp á mornganna, heyra sjávarniðinn og geisla sólarinnar brjótast inn í húsið. Hér er náttúran mjög falleg, og Ástralar leggja mikið upp úr að vernda hana. Sem dæmi má nefna að hluti strandarinnar “the dunes” er verndaður, og það liggur sekt við við að ganga þar um. Þetta er hlutinn milli sandstrandar og bygðar og þar er lágvaxinn eyðumerkurgróður. Það liggur sekt við því að hreyfa við þessu. Hér í fjöllunum fyrir ofan er dýragarður, Cleland-wild life park, ef “dýragarð” skildi kalla. Dýrin sem öll eru innfædd, fá að spranga um á stóru skógarsvæði, og gestir fá að ganga þar um og “umgangast” dýrin. Við fórum með þangað á mánudaginn. Það var gaman að upplifa að ganga inn á milli kengúra, Koala bjarna, emu-fugla og annara dýra sem hér eru villt. Leyfi myndunum að skýra þetta betur.helgaadgefakenguru.jpgkengiuramungaipoka.jpgorn.jpgpelikan.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband