Spölkorn hér frá eru lágar fallegar hlíðar sem sólin bakar á daginn. Evrópubúar fluttu með sér vínvið og hófu ræktun og víngerð. Hér hefur þessi iðnaður þróast og Ástralar flytja nú út vín og selja um allan heim. Við fórum í gær í ferð til að skoða svæðið sem heitir Barossa valley, (sjá Wikipedia, http://en.wikipedia.org/wiki/Barossa_Valley ) það er stórkostlega fallegt og mikil upplifun að heimsækja vínbændur hjá Jacobs Creek, Peter Leman,Koonuga hill,Grant Burges og Maclaren Vail ( sem reyndar er utan við svæðið ). Við fengum að smakka á mörgum frábærum vínum og fengum léttan hádegisverð. Í fáum orðum sagt, stórkostleg upplifun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.