Í fyrsta skipti í langan tíma langar mér ekki heim úr fríi. Í Ástralíu er frábært að vera. Veður er gott, náttúran falleg og fólkið yndislegt. 10 dagar líða allt of fljótt því það er margt að skoða. Reyndar er eyjaálfa ógnarstór og rúmar þrjár klukkustundir tekur að fljúga yfir hana þvera. Í norðri er hitabeltisloftslag en í suðri má líkja því við miðjarðarhaf. Það er búið að vera mjög gaman að vera með vinum okkar Mike og Paulu. Þau eru hér öllum hnútum kunnug og höfðu leigt hús við ströndina með einstöku útsýni yfir haf og strönd. Sólsetur voru falleg, en ég var ekki búinn að venjast því að sólin sest í vestri, frá hægri til vinstri, og norðanáttin ylvolg, en sunnaáttin svöl. Hingað kem ég aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.