Fimmtudagur, 28. apríl 2011

Við ákváðum að taka heimferðina í áföngum. Það lá vel vð að fljúga frá Adelaide í Ástralíu til Kuala Lumpur í Malasíu. Eftir leit á netinu fundum við flug með Malaysian flugfélaginu á góðu verði. Við náum með þessu að ferðast í 7 tíma og minnka tímamuninn um 3 klst. Það er enn 22 klst flug til Evrópu og svo einum við eftir að taka taxann heim frá Köben. Flugið með Malaysian var upplifun. Þjónustulundinn er einfaldlega yfirgengileg. Þetta er ekki í neikvæðri merkingu. Á flugvellinum í Adelaide voru móttökurnar eins og á 1. farrými og við vorum afturí. Þau buðu okkur allt, við fengum sæti við útgang og 3 metra af fótaplássi. Það var erfitt að kveðja Mike og Paulu, þau eru hjartans vinir okkar. Við höfum bæði sagt að það er algjör hending að hitta svona vini á efri árum. Þurrkuðum trárin og hétum því að hittast sem fyrst í Orlando. Flugið sem við fórum með Malaysian var engu líkt. Mér leið eins og prins, stjanað við mann, og koddinn lagaður, hvað vantar þig? , má bjóða þér eitthvað að drekka ? , viltu kodda ?. Þetta er einstakt. Við lenntum í Kuala Lumpur e. 7 tíma flug, eiginlega endurnærð, og það sem átti eftir að koma var enn stókostlegra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.