Kuala Lumpur.

twintower.jpgVið lenntum seint, bíll á hótelið, um 1 klst. Heitt og rakt. Móttökurnar á Hótel Istvana voru höfðinglegar. Þetta er svo sem ekkert 5 stjörnu hótel, en hér eru allir í stöðugum tangó að koma til móts við óskir gestanna. Mér datt nú í hug að að ekki er nú þjónustulundinn það sem íslendignum er í blóð borið þó að vissulega fari atferlið skánanadi. Við slógum á að hér gistum við í 3 nætur, svipað verð og á KEA á Akureyri. Ekki að ég ætli að kast rýrð á þann ágæta gististað í annari heimsálfu, þar sem mörg gleðistundin tengd skíðaiðkun og vinnu hefur átt sér stað. En hér með morgunmat, eftirmiðdagstei, sundlaug, “gleðistund” ( happy hour) milli 17.30 og 19.30- innifalið. Barinn opinn, ekki það að við hefðum verið að kneifa ölið mikið þó sumir landar okkur hefðu án ef gert það. Gestrisnin- óviðjafnanleg, hér bukka sig allir og beygja þegar við komum að, eitthvað sem íslensk ferðaþjónusta á langt í land með.Borgin er í einu orði sagt- stórkostleg ! 35 grC, 90% raki og brennandi sól. Við fórum í skoðunarferð með rútu – hér er allt – garðar, söfn, saga, veitingastaðir, og ég hætti að telja. Hér er aðalfarartækið vespur, og við höfum aldrei séð aðra eins gommu af vélhjólum. Prófuðum Malasískt nudd sem var mjög gott.Við sættumst á að kínahverfið “Chinatown” væri gaman að skoða nánar. Bjálaður útimarkaður sem yfirþyrmir skiningarvitin með hávaða og lykt. Hér er allt til, nefndu það, Gucci, Louis Vouttone, Rolex, Breitling, Gucci, - allt eftirilíkingar, og sumar ótrúlega góðar. Við kíktum, prúttuðum og fannst við gera ágætiskaup. Góður dinner, og drykkur í risastóru glæsilegu andyri á hótelinu. Á morgun Bílferð til Singapore á móts við TF-ANC sem verður þar fullhlaðin með frakt á leið til Evrópu og við fáum að gista á efri hæðinni á leiðnni heim í vorið, víðáttuna og sumarið heima á Íslandi, sem við þráum eftir þrúgandi hita, raka og mannmergð- mikið höfum við það gott heima á Íslandi.gbnudd.jpggbfaetur.jpgprutt.jpgumferd.jpgvelhjol.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband