Fimmtudagur, 28. apríl 2011
Kuala Lumpur.
Við lenntum seint, bíll á hótelið, um 1 klst. Heitt og rakt. Móttökurnar á Hótel Istvana voru höfðinglegar. Þetta er svo sem ekkert 5 stjörnu hótel, en hér eru allir í stöðugum tangó að koma til móts við óskir gestanna. Mér datt nú í hug að að ekki er nú þjónustulundinn það sem íslendignum er í blóð borið þó að vissulega fari atferlið skánanadi. Við slógum á að hér gistum við í 3 nætur, svipað verð og á KEA á Akureyri. Ekki að ég ætli að kast rýrð á þann ágæta gististað í annari heimsálfu, þar sem mörg gleðistundin tengd skíðaiðkun og vinnu hefur átt sér stað. En hér með morgunmat, eftirmiðdagstei, sundlaug, gleðistund ( happy hour) milli 17.30 og 19.30- innifalið. Barinn opinn, ekki það að við hefðum verið að kneifa ölið mikið þó sumir landar okkur hefðu án ef gert það. Gestrisnin- óviðjafnanleg, hér bukka sig allir og beygja þegar við komum að, eitthvað sem íslensk ferðaþjónusta á langt í land með.Borgin er í einu orði sagt- stórkostleg ! 35 grC, 90% raki og brennandi sól. Við fórum í skoðunarferð með rútu hér er allt garðar, söfn, saga, veitingastaðir, og ég hætti að telja. Hér er aðalfarartækið vespur, og við höfum aldrei séð aðra eins gommu af vélhjólum. Prófuðum Malasískt nudd sem var mjög gott.Við sættumst á að kínahverfið Chinatown væri gaman að skoða nánar. Bjálaður útimarkaður sem yfirþyrmir skiningarvitin með hávaða og lykt. Hér er allt til, nefndu það, Gucci, Louis Vouttone, Rolex, Breitling, Gucci, - allt eftirilíkingar, og sumar ótrúlega góðar. Við kíktum, prúttuðum og fannst við gera ágætiskaup. Góður dinner, og drykkur í risastóru glæsilegu andyri á hótelinu. Á morgun Bílferð til Singapore á móts við TF-ANC sem verður þar fullhlaðin með frakt á leið til Evrópu og við fáum að gista á efri hæðinni á leiðnni heim í vorið, víðáttuna og sumarið heima á Íslandi, sem við þráum eftir þrúgandi hita, raka og mannmergð- mikið höfum við það gott heima á Íslandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.