Kuala Lumpur - Singapore Luxembourg- 40 klst

bilstjori.jpgÞað er eitt að gista í borginni Kuala Lumpur og annað að ferðast um Malasíu. Landið er mjög fallegt. Við erum við miðbaug, þannig að hér erum við í stórum dráttum að aka í gengum frumskóg, með bygðarkjörunum á leiðinni. Hann kom um hágdegisbilið bílstjórinn. Við tókum bíl með bílstjóra frá Kuala Lumpur til Singapore. Það borgar sig þegar öllu er á botnin hvolft, þótt flugið sé ekki nema 50 mínútur. Það kostar að komast út á flugvöll, um 1.klst, bíða, fljúga, komast út, og komast aftur til baka í miðborgina. Fyrir sama verið fáum við bílstjóra á um 7 klst ferðalagi um Malasíu, sem stoppar og sýnir okkur það sem áhugvert er. Við stoppuðum í nýju hverfi skammt fyrir utan Kuala Lumpur, kallað Putaraya þar sem öllum opinberum byggingum hefur verið komið fyrir í einu stóru hverfi hönnuðu frá grunni. Fallegt og haganlega fyrir komið, í raun listaverk á köflum.

pataya.jpg

Þá stoppuðum við í borginni Melaka sem er við hafið og þar stofnuðu Portúgalar nýhlendu á 15. öld. Sum húsin eru enn til staðar, og gamli borgarkjarninn á heimsminjaskrá UNESCO.

melaka1.jpg

 Við landamæri Singapore var talsverður erill og löng bið, enda fólk að koma frá vinnu. Það vekur athygli hvað það er ströng landamæra- og tollgæsla, hjá þessum fyrri samherjum, sem eru ein þjóð í tveimur ríkjum, með sitthvoran gjaldmiðil. Þar löng saga sem bílstjórinn sagði okkur frá, en ég var ekki miklu nær. Það virðist ekki þurfa mikið til að bræður deili og berjast um völd og peninga.Singapore sem er tiltölulega lítð svæði, í raun eyja er stórveldi í viðskiptum og það sést á útliti borgar og fólks. Hér er greinilga mikið ríkidæmi á köflum, og spilling að sögn leiðsögumans okkar. Við vorum orðin ansi framlág þegar við komumst á hótel, fegum okkur kínamat, og biðum síðan eftir kalli til að geta hitt áhöfn farskjótta okkar til Evrópu. Það varð talsverð seinkun vegna tæknilegra vandamála, en við áttum að fara af stað um nóttina kl 2 en fórum 8 um um morgunin. Við vorum komin út í vél og gátum lagt okkur en ekki sofið mikið. Flugið til Baku í Azerbajan gekk áfallalaust, og við lenntum þar um kl 2 á staðartíma e. 8 tíma flug. Tveggja tíma stopp til að tanka ferlíkið og landamæravörðurinn í græna búningnum var mættur upp á dekk um leið og var lengi að skoða og stimpla passa. Þetta tók sinn tíma. Ný áhöfn og svo aftur af stað til Luxemborgar í rúma 4 tíma og lenntum þar upp úr kl 5 um eftirmiðdag að staðartíma. Það er óhætt að segja að manni hafi brugðið í brún, ég var enn á stuttbuxunum og kalt rigningaveður ollu ekki hrifningu. Skrítið að koma aftur til Evrópu, hér er mennigin allt önnur og allt í föstu virðuleg formi. Fágun og viðruleiki í stað hávaða,óreiðu,hita og ólyktar í Asíu. Við vorum orðin ansi framlág, en drifum okkur í heppilegan galla og fórum út að borða. Það er vor allt í blóma og tími hvíta asparsins er kominn, algert sælgæti með hollandaise sósu og góðu móselvíni. Það slokknaði fljótt á manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband