Luxemborg – Álftanes

lux1.jpgTíma munurinn sagði til sín og við steinsofnuðum en vöknuðum síðla nætur,síðan andvaka og vorum komin á útimarkað á torginu kl 7 um morgunin. Það var ferskur hvítur aspas sem var bráðin.aspas2.jpg Okkur leið eins og það væri miður dagur, merkilegt nokk, drifum okkur út á flugvöll og tókum SAS vél til Kaupmannahafnar. Það er eins og að vera kominn heim að vera komin á Kastrup, það er bara “strætóinn” heim til Keflavíkur, bara tæpir 3 tímar og leið eins og hendi væri veifað. Dökka parketið á gólfunum í flugstöðinni lyftir þessari byggingu í einhvern annan klassa. Þarna var hún á stæðinu TF-FIX, til að flytja okkur heim. Það er alltaf gott að ferðast með Icelandair, og nú höfum við samanburðin við mörg önnur flugfélög í ferðinni. Einkunin er góð, það er þó margt hægt að bæta, ég held þó að íslendingar komist aldrei með tærnar þar sem Malasíubúar eru með hælana þegar kemur að þjónustulund, hjá þeim er þetta í blóð borið ? “Góðir farþegar, verið velkomin heim” – þetta er óviðjanfnanlegt ávarp sem nú öðlaðist aðra merkingu eftir ferð hinum megin á jarðarkringlunni.Bína kisi var með einhvern fýlusvip þegar hún kom til dyra, eins og hún er alltaf þegar maður eru búinn að vera að heiman í einhvern tíma. Allt var eins og við höfðum skilið við það, nú er bara að bretta upp ermarnar og hella sér í verkefnin sem bíða heima og í vinnunni. Það er komið sumar, það finnst en sést reyndar ekki, því það snjóar úti, reyndar einhver hundslappadrífa sem er eins og þögul mótmæli vetrarins að nú sé verið að yfirbuga hann – yndislegt að vera komin heim. Það er hvergi betra en á Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband