Við ferðalok.

gbho.jpg

Það er mikil og ánægjuleg upplifun en jafnframt erfitt ferðalag að ferðast eins og við gerðum. Það þarf að skipuleggja, skoða og bóka með góðum fyrirvara og velta fyrir sér ýmsum mögueikum. Það var stókostlegt að fá að ferðast með félögum mínum hjá Air Atlanta, og gaman að fá að kynnast starfsemi og starfmönnum félagsins á erlendri grundu. Svona ferðalag er samt dýrt, sérstaklega löngu flugleggirnir og gisting á hótelum í heimsborgum. Reyndar mjög hagstætt í Kuala Lumpur. Við gistum hjá vinum okkar í Ástralíu, og nutum leiðsagnar þeirra sem var óviðjafnanlegt. Þetta er erfitt, en mjög gaman að upplifa eftir að hafa dreymt um þetta ferðalag að hluta til eða öllu leyti í raun frá því ég var smá strákur eftir að hafa sökkt mér í landafræði og mannkynsögu. Að hafa góðan úrræðagóðan, óhræddan og skemmtilegan ferðafélaga eins og Helgu mína er "priceless", annað er hægt að kaupa. Mér finnst ég vera orðin miklu auðmýkri eftir þessa ferð, eftir að hafa séð aðstæður fólks í mörgum heimsálfum. Þegar á daglega amstrið er að keyra yfir mann, loka ég augunum og ímynda ég mig standa berfættur í sandinu á ströndinni í Adelaide, í sólinni, og finna volgan sjóinn leika á milli tánna -þá verður allt gott.

gbtaerisjo.jpg

Við höfum það þrátt fyrir allt mjög gott á Íslandi, hér er samfélag á heimsmælikvarða,falleg náttúra,vel menntað duglegt fólk með aðgang að nægri orku og tengslum við alla markaði heimsins. Ég get bara sagt – það er gott að láta sig dreyma, en ennþá betra að leyfa sér að lifa þá hverjir sem þeir svo sem eru. Nú er bara að láta sig dreyma um næsta ferðalag á vit hins ókunnna, nú ligg ég upp í sófa og skoða kort og gúggla, því sitjandi heima gerist ekki neitt. Meira síðar - það er plan í gangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband