Fimmtudagur, 30. ágúst 2012
Vestfjarðarferð með BMW GS félögum-ágúst 2012
Dagur 1. Við fórum 13 félagar af stað í ferð á Vestfirði fimmtudagskvöldið 16. ágúst. Sennilega var þetta einn heitasti dagur sumarsins, en hitnn var 22-23 gráður þegar við Hittumst á N1 í Mosó. Stefnan var tekin á sumarhöll Gulla málara við Bjarkarlund. Í Hvalfjarðargögnum heyrðust miklar drunur þegar KTM 990 með Akropovic pústkerfi, botnaði fram úr lestinni okkar upp norðurhlutann. Það kom síðar í lljós að þetta var leynigestur Gulla, Arnór Pálsson sem fór með okkur Barðaströndina og svo heim með Baldri daginn eftir. Við áðum á Baulu skálanum og síðan tók við vindbarningur á leið á Búðardal og hitastigið féll talsvert. Við Bjarkarlund var töluvert stífur vindur og hitinn kominn í 7-8 gráður. Gulli og Raggi grilluðu kjúkling og báru fram meðlæti. Nokkrir félagar gistu þar inni í bústað eða í tjöldum og aðrir í Bjarkarlundi.
Dagur 2. Veðrið var gott, búið að lygna og birta til. Við tókum morgunmat kl 9 og vorum lagðir af stað um kl 10. Ekið var um Barðaströnd og stoppað á nokkrum stöðum og svo á Rauðasand þar sem við fengum kaffi og vöflu í blíðu og stórkostlegu útsýni. Áfram var haldið á Bíldudal þar sem við gistum á Eagle Fjord Hóteli hjá Jóni Þórðarsyni vert á staðnum. Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir var rennt út í Selárdal og skoðað safn Samúels Jónssonar. Þá var rennt uppi að Uppsölum þar sem Gísli Gíslason bjó lengst af einn og Ómar Ragnarsson gerði landsfrægan. Það var smá brölt og sull upp að bænum. Um kvöldið framreiddi Jón vert fram grillað lamb með öllu þar með talið Toro bernes. Við fengum að sjá Videolistaverk og gjörning um fossinn Dynjanda. Þá tóku við glasalyftingar eitthvað fram á kvöld og nótt hjá sumum.
Dagur 3. Logn sól og hlýtt og Arnarfjörðurinn spegilgljáandi. Mogunatur kl 9 og af stað um kl 10. Við fórum fyrir fjörðin og upp á Dynjandisheiði. Stórbrotið útsýni og blíða. Við fengum kaffi og vöflur á Hrafnseyri og fengum að skilja töskur og dót eftir því nú átti að fara Lokinhamraveg eða Kjaransbraut. Vegurinn er hrikalegur á köflum. Það kom einhver snillingurinn með þá hugmynd að gera videomyndband, kynningu fyrir klúbbin um þessa leið, þannig að við skrögluðumst þetta með mörgum hléum, meðan leikstjórinn Kristján Gíslason gestur aðstoðarleikstjórans Guðmundar Ragnarssonar lagði línurnar með skotin. Þetta verður án efa gaman að sjá síðar. Eftir ævintýralegt fjörubrölt áðum við úti á nesinu í 19 gr. hita sól og logni. Áfram á Þingeyri og sóttum dótið á Hrafnseyri og síðan á Ísafjörð þar sem við gistum á Hótel Eddu. Borðuðum á Tjöruhúsinu um kvöldið, alveg einstakt fiskihlaðborð. Síðan fór hluti hópsins á krá og svo í koju.
Dagur 4. Vöknuðum snemma og flestir voru komnir í morgunat fyri kl 9. Enn sama blíðan. Lögðum af stað upp á Bolafjall og svo Skálavík. Til baka til Ísafjaðar og svo djúpið þar sem áð var við Selslátur og í Ögri þar sem er "bílasafn"- eða þannig, safn af bílum sem flestir eru haugamatur. Við fengum Kaffi og hlaðborð á Hótel Reykjanesi. Hluti hópsins fór áleiðis suður en annar hluti fór áleiðis í Kaldalón og Unaðsdal. Þá gistu þeir sem aldrei fóru suður hjá Erninum á Hrófá ( BMW-félagi Örn Svavarsson). Örn reiddi fram miklar kræsingar og vel valda smurolíu með.
Dagur 5. Vaknað snemma á Hrófá og snætt morgunverðarhlaðborð. Örn bættist nú í hópinn og síðan var ekið upp Strandir alla leið í Ófeigsfjörð með viðkomu í Norðurfirði. Seinnipartinn var haldið áleiðis suður.
Kristján Gíslason tók, leikstýrði, klippti, framleiddi og birti á heimasíðunni sinni myndband úr ferðinni.
Gerið þið svo vel: http://kgisla.nh.is/2012.08.18_BMW_hjolaferd_video.mov
og það eru líka fleiri myndir : http://kgisla.com/Site/2012.08.18_BMW_hjolaferd.html
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.