Seattle að næturlagi

Það voru þreyttir ferðalangar sem lentu í Seattle kl 0100 aðfaranótt 12.október eftir flug frá Keflavík. Ég var svo heppinn að bróðursonur minn Björn Ásbjörnsson var flugmaður og fékk að kíkja frammí á leiðinni. Hér stoppum við í 3 klst og höldum svo áfram með Alaska Air niður til Las Vegas. Við verðum komnir þar kl 23.30 að staðartíma, eða kl. 6.30 á íslenskum tíma. Sennilega verður það fínasta farið úr mönnum, en það eru allir hressir og hlakkar mikið til mótorhjólaferðarinnar sem hefst á morgun, eftir góðan svefn.

DSC01294 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband