Föstudagur, 12. október 2012
Fyrirheitna landið :=))
Komnir til Las Vegas, seint í gærkvöldi/nótt. Allir voru úrvinda af þreytu, og það var beint í bælið. Gistum á Luxor hótelinu sem re risastór glerpýramídi á the strip Vöknðum um kl 8 og beint í risamorgunmat að hætti ameríkana. Fórum síðan í versllunarleiðangur til að kaupaþað allra nauðsynlegasta í Harley Davidson búð. Fórum síðan á mótorhjólaleguna Eagle riders og vorum dágóðastund að koma okkur af stað út úr borginni og suður veg 15 áleiðis á Los Angeles svæðið í gengum Mojave eyðimörkina. Hitinn er þægilegur, rúmlega 20 stig og þurrt. Manskapurinn allur í góðum gír og mikill spenningur í hópnum fyrir því sem koma skal.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.