Bland í poka.

DSC01423

 

 

 

 

 

 

 

 

Laugardagur 13. október.

Við vöknuðum snemma og fórum í morgunmat undir Pálmatjám. Það var hlýtt og notalegt og alveg stórkostlegt hlaðborð. Það var búið að vera bilirí hjá Sigga hvíta svo hann skipti um hjól. Það var reyndar smá leit að verkstæðinu, en það hafðist og var nær en við héldum.

Við fórum frá Desert Palms um kl 10.30, allt of seinir. Þá fórum suður og vestur og fórum yfir fallegt fjallaskarð áleiðis til Laguna Beach. Það var frábær mótorhjólaleið og mikið af mótorhjólafólki á ferðinni. Kyrrahafið tók á móti okkur með þægilegri mildri golu. Við áðum í Laguna beach með smá bita og menn stóðu á öndinni yfir öllum fallegu bílunum og sumir á gæsinni yfir öllum fallegu konunum. Hér voru greinilega miklir peningar í umferð. Ferðin upp ströndina á US-1 áleiðis að Los Angeles gékk hægt, mikil umferð og mikið að sjá.

Um 5-leytið var ákveðið að skipta um gír, úr hægum rúnti yfir í hraðan brautarakstur. Frá Long Beach var það hraðbraut 405 til Santa Monica. Halldór hafði haft samband við Tryggva arkitekt vin sinn sem býr í Santa Monica og hann var búinn að útvega okkur hótel við ströndina. Við náðum sólsetrinu á Santa Monica beach, það verður að segjast alveg frábær upplifun. Við gistum á Ocean View hótelinu og fórum svo út að borða með Tryggva á  “The hungry cat”, frábærir sjávaréttir og gott hvítvín.

Þreyttir ferðalangar fóru missnemma að sofa, eftir frábæran dag, sem verður að kallast “blandi í poka” fyrir mótorhjólamenn- hægur bæjar akstur, margar beygjur í háum fjallasal og allt í botni á hraðbraut- bara gaman.

DSC01378DSC01398

 

 

DSC01379DSC01361DSC01372DSC01431

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband