Í Sveitinni

DSC01444

 

 

 

 

 Við vöknuðum snemma og vorum komir af stað upp úr kl 8. Það var fallegt á Santa Monica Beach, sunnudags morgun og margir komnir út, að skokka, hjóla eða á línuskautum. Rjómablíða, sól, þurrt og næstum 20 stiga hiti. Við héldum út úr LA og fórum gegnum Malibu og áleiðis til Santa Barbara.

 

 

DSC01438Meiningin hafði verið hjá bjartsýnustu mönnum að taka fara í morgunmat snemma við ströndina. Það varð nú eiginlega að brunch/lunch í Santa Barbara, leiðin var löng og við þurftum að tanka á leiðinni og allir orðnir mjög svangir.

 

 

 

 

 

DSC01454

Fengum fínasta mat á Fish house við höfnina. Við lögðum af stað upp úr kl 13. Einvherjum snillingnum datt í hug að við þyrftum að kíkja í "Best Buy" sem er svona græjubúð fyrir stráka eitthvað svipað og ELKO. Þá hófst leitin, við hringsóluðum um næsta bæ Goleta, í leit sem frú Garmin hafði gefið upp. Það var farið að hitna, um 28 gráður og menn sveittir þegar við fundum loks búðina eftir talsvert hringsól. Þá hófst bið eftir verstu græjufíklunum sem þurftu að svala fýsn sinni. Út komu nokkur GPS tæki og eitthvað fleira dót.

 

 

 

DSC01466

Nú var farið að líða á daginn og bjartsýnustu menn sem ætluðu til San Simione fóru nú að fá skeifu. Við brunuðum eftir hraðbrautinni 101 north, sem liggur meðfram ströndinni, alveg einstakt útsýni. Það voru stöðugar hitasveiflur, kallt loft frá Kyrrahafinu og heitt loft, nánast hnúkaþeyr ofan af eyðimörkinni til skiptis. Sumir héldu að hjólin væru að bræða úr sér þegar hittin kom, en aðrir héldu að þeir væru komnir á beytingaskeiðið, heitt, kallt , heitt, kallt, svitakóf, hrollur. Menn sprettu dáldið úr spori enda vegurinn greiðfær.

 

 

 

DSC01464

Við vorum búnir að ákveða að stoppa í bænum Solvang, sem danskir innflytjendur komu á laggirnar fyrir rúmum 100 árum. Það var eins og að koma á Jótland, lágreistar bygginar með stráþaki og storkar á þökum. Ekki spillti ekta danskt bakarí með vínarbrauðum, þar sem við fengum okkur kaffi.

Leiðangurstjórinn bauð okkur síðan upp á margra átta sveiflu í boði frú Garmin og áleiðis komust við á ströndina eftir að hafa tankað úti í sveit. Fórum frábæra sveitaleið, veisla fyrir mótorhjólamenn og sólin seig á meðan ofan í Kyrrahafið. Við enduðum síðan í að gista á ágætis móteli í bænum Oceana við ströndina, allir saman í 5 herbergjum með hjólin fyrir utan. Það vorum glaðir ferðalangar sem fengur sér Jack og Ginger á happy hour fyrir utan dyrna 

DSC01465

í kvöldhúminu og síðan kvöldmat á mexíkönskum stað hinu meginn við götuna. Stemningin í hópnum er alveg frábær, og okkur hlakkar til að takast á við "The big Sur" á morgun



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband