Haust í Hnappadal.

IMG_1527

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vöknuðum snemma í Sauselito. Fengum ágætis gistingu á “Wood inn”. Það var lagt í hann og farið norður á vegi 101 áleiðis til Sonoma og til Healdsburg. Það var hlý morgungola og frekar hröð keyrsla í norður. Hópurinn er orðinn eins og einn maður, við sniglumst eins og slanga á hraðbrautinni og allir passa hvern annan. Ragnarsson farastjóri leiðir hópinn og hefur staðið sig eins og hetja. Við vorum komir þangað um kl 12.30 og skráðum okkur inn á H2 hótelið, sem er nútímalegt hótel í litlum bæ.

DSC01567DSC01566

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var athyglisverrt að sjá að við höfum nú farið um 700 km norður á vesturströndinni í norður og allt í einu var komið haust, laufin að byrja að verða brún og falla. Við gerðum okkur klára til að fara í vínkynninguna sem Egill hafði skipulagt á Bonterra vínbúgarðinum. Takk Egill- áveg frábært framtak.  Við fengum 10 manna límósínu sem var stjórnað af Leslie sem er kona af íslenskum ættum, en afi hennar Gunnar Erlingsson og amma fluttu til N-Dakóta í byrjun síðustu aldar.

IMG_1490

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún talaði enga íslensku, nema einhverjar setningar sem mamma hennar hafði tuðað yfir börnunum þegar hún var lítil. Þetta var um 45 mín akstur og við fórum inn í fallegan fjallasal í vínhéraðinu Napa (Hnappadal eins og Egill segir) og Sonoma. Á móti okkur tóku Joel og hans starfsfólk. Það var byrjað á léttum hádegisverði með hvítvíni úti í garði. Það er óhætt að segja að umhverfið var einstakt eins og ég vona að myndirnar munu lýsa stemningunni.

IMG_3140IMG_3138

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna sátum við 10 íslenskir strákar úti á hlaði undir sólhlífum í skóginum í N-kaliforníu, í hádeginu á þriðjudegi í október, 25 gr. hiti og fengum léttan hádegisverð – afar heilsusamlegan ásamt hvítvíni frá búgarðinum. Eftir langa slaka hádegisstund undir borðum röltum við með Greg Cobart “Vineyard manager” um svæðið. Myndirnar verða bara að lýsa þessu.

IMG_1514IMG_1509IMG_3151IMG_3164IMG_3161

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna eru menn með mjög vistvæna hugsun og ástríðu til að búa til góð vín. Vínsérfræðingurinn Dennis bauð okkur síðan upp á smökkun á 6 tegundum af hvítu og rauðu.

IMG_1516IMG_1523

 

 

 

 

 

 

 

 

Leslie ók okkur síðan heim á hótel og við dáðumst að Hnappadal í haustlitunum. H2 hótelið er mjög nútímalegt og það var huggulegt að sitja í móttökunni og á barnum með allt opið út á götu. Örninn var sendur út af örkinni til að finna veitinagstað og það tókst honum vel úr hendi, við fengum frábæran mat og vín úr héraði á “Charcuteri”. Svo er það bara bólið því það er hörkuvinna að vera í mótorhjólferð, það reynir meira á sál og líkama en fólk heldur, og er bara fyrir alvöru karlmenn, og reyndar alvörukonur líka ef því er að skipta.

Á morgun - Yosimite þjóðgarðurinn, eftir léttan en langann morgunsprett á Harley í blíðunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var Agli Á. líkt að draga félagana í eitthvað ölæði og snilldin ein bíllinn sem flutti ykkur. Gangi ykkur vel, gaman að lesa ferðasöguna hjá þér Guðmundur hér á hverjum morgni. Kveðja Hjörtur Líklegur  

Hjörtur Líklegur (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband