Á síðustu dropunum á leið í gin bjarna.

DSC01677

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona ferðalag tekur á menn, þeir voru þreyttir drengirnir í morgun ( miðvikudag 17.10). Við ókum af stað frá Healdsburg rúmlega 8 eftir léttan morgunmat og það var hlýtt og bjart. Við ákváðum að hlýða ekki frú Garmin sem vildi senda okkur langleiðina til San Fransisco í morgun umferðinni. Við ákváðum í staðin að taka sveitavegi í gengum Soneoma hérað , suður fyrir Sacramento og svo veg 12 áleiðis í Yosemite þjóðgarðinn. Það var mjög fallegt útsýni, litlir bæir, vínhéruð og búgarðar. Við áðum stutt nokkrum sinnum á leiðinni til að hvíla okkur og smá viðgerðir.

DSC01580DSC01606

 

DSC01608DSC01617

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við tókum hádegishlé San Andreas, smá pizza og svo áfram. Það var farið að hlýna talsvert þegar leið á daginn. Smán tóku hæðir og hólar og barrskógur og útsýnið var stórkostlegt. Á leiðinni upp í fjöllin fórum við snúin brattan fjallaveg á síðustu dropunum. Skömmu áður en við komust upp í um 4000 feta hæð þar sem var bensínstöð voru sum hjólin farin að “hósta”. Það mun vera eitthvert sparkerfi til að drýgja síðustu dropana í tanknum. Á bensínstöð komust við hátt uppi fjallasal og menn voru fegnir að komast áfram. Við tók stórkostleg mótorhjólaleið áleiðis í Yosemite þjóðgarðinn, það voru ávalar beygjur, hæðir og hólar og barrskógur sem hékk yfir okkur. Það er óhætt að segja að þetta var hin mesta “veisla” fyrir okkur fíklanna.

DSC01649DSC01656DSC01665

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSC01669

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við innganginn í þjóðarrðin borgðuðum við 10$ á mann og héldum áfram. Hér er allt mjög fallegt, hreint og fínt og sérstaklega umhverfisvænt. Við tók enistök fjallasýn sem eftirmiðdagsólin lýsti upp fyrir okkur.

 

DSC01672DSC01682

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá var það að finna gistingu- já sæll, allt fullt alstaðar, og við enduðum að gista í tjöldum, já tjöldum, og það á svæði sem er hugsað fyrir umhverfisvæn ferðamenn. Hér voru mjög stífar reglur, það mátti ekki nota sápu og snyrtiefni nema á sérsvæði þar sem voru sameiginlegar sturtur o.sv.fv. Við létum þetta ekki á okkur fá og skelltum okkur með strætó á veitingastað, sem minnir nú frekar á mötuneyti í fyrirtæki, en það dugði fínt. Þreyttir og sælir eftir einn besta hjóladag allra tíma sögðu allir, stjörnubjart í myrkrinu og engin lýsing á svæðinu, lögðumst við til hvílu -og þá kom vörðurinn ! “Það eru bjarndýr hér á sveimi í skóginum, og um daginn brutu þeir upp og átu innihaldið í einum bíl þar sem ferðamenn höfðu gleymt matarpoka í skottinu”. Já - hvað á læknirinn að gera í þessum aðstæðum- jú í töskun og deila út sventöflum á drengina. Vonandi sofa allir rótt því á morgun er erfið ferð gegnum fjöllin og eyðimörkina í “Dauðadalinn” þar sem við ætlum að gista.

DSC01688DSC01691

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband