Sjónræn veisla í bakarofni.

DSC01708

 

 

 

 

 

 

 

 

Yosimite þjóðgarðurinn er undurfagur í morgunsárið. Ég var kominn út um kl 6 eftir kalda nótt í tjaldinu. Það var nú ekki frítt internet þar, en ég komst í nettengingu úti á svölum á veitinghúsinu sem var lokað. Þar settist ég í myrkrinu og byrjaði að blogga og áttaði mig þá á því að það var um 10 gráðu hiti. Það birtir á örskotsstun, og þegar ég leit upp af skriftunum var komin morgunskíma og skömmu seinna orðið bjart. Morgunsólin baðaði risaháa klettana sem héngu yfir dalnum. Menn tíndust út einn af öðrum og við náðum í kaffidreitil, reyndar ekki yfir opnu eldstæði. Við ókum af stað upp úr kl 8 á nokkra útsýnisstaði og svo áfram gegnum skóginn upp á fjall og í um 10 þús feta hæð ( 3 km.)

DSC01693DSC01697DSC01702DSC01704DSC01722

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum út úr þjóðgarðinum og útsýnið var allan tímann stórkostlegt. Niður í Sierra Nevada og áðum þar við vegamót 395. Við héldum síðan áfram suður og nú var farið að hitna í kolunum, hitinn fór í 30 gráður og fór hækkandi í bakandi sólinni. 4 félagar sem menn kölluðu ýmist strokugengið eða órólegu deildina vildu fara til Las Vegas beint styttri leið en við hinir gengum Dauðadalinn. Þeir vita ekki af hverju þeir misstu fyrr enn þeir fara þessa leið sjálfir.

DSC01751DSC01744

 

 

 

 

 

 

 

 

Við áðum í Lone Pine gömlum kúrekabæ og síðan ókum við inn í Dauðadalinn, hitinn fór hækkandi og fór yfir 40 stig. Útsýninu er ekki hægt að lýsa, ég vona að myndirnar sýni það.

DSC01766DSC01782DSC01796DSC01778

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum orðnir ansi sveittir og framlágir þegar við ókum inn á Furnace Creek Inn þar sem við fengum gistinu. Sá kaldi hefur sjaldan bragðast betur. Lystin var lítil en stemmningin góð, skelltum okkur í laugina af því það var vatnslaust, fengum smá hanastél á bakann í myrkrinu og við sátum úti í kvöldhúminu með góðan viðgjörnin og sögðum mótorhjólasögur.

 

Á morgun snemma, áður en það verður of heitt, til Las Vegas, komir þangað á hádegi til að skila hjólunum og undirbúa heimferð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband