Reykjavík - Akureyri - The long way round.

Við tókum nú ekki stystu leiðina við nafni.  Það var Reykjavík - Hvalfjörður-Dragháls-Skorradalur-Kleppjárnsreykir-Hvítarsíða og svo yfir "fjallveg" yfir í Norðurárdal. Stoppuðum á leiðinni norður í Ólafslundi í Vatnsdal og kíktum á kirkjuna á Þingeyrum. Þaðan fórum við norður á Blöndós og svo Þverárhlíð, Sauðárkrók og norður fyrir Tröllaskaga.  Í Flótunum var mikill snjór ennþá. Við fórum síðan inn á Siglufjörð og stopuðu þar í ágætu veðri.  Fórum síðan gegnum göngin inn í Héðinsfjörð, það var nú dáldið kalt að norðan. Síðan inn á Akureyri á náttstað. Smá læknisverk fyrir Hjört líklegan vin okkar sem var með 20 útlendinga á mótorhjólum fyrir Biking Viking,  kíkti á ökla á einni konu sem hafði snúið sig í andyrinu á Hótel Norðurland.  Síðan heim á Grenivelli og góður kjúlli í ofni og smá berjasaft, búnir að vinna fyrir því.

.DSC01867DSC01883DSC01874DSC01887

DSC01889DSC01874 Screen Shot 2013-06-13 at 00.15.00


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband