Sunnudagur, 9. júní 2013
Akureyri - Fontur
Við vöknuðum snemma á sunnudegi og drifu okkur af stað upp úr kl. 8.30. Það hafði rignt um nóttina, en var að þorna - sæmilega hlýtt. Tókum strikið á Húsavík en urðum að fara hjáleið af því að aurskriða hafði fallið við Ystafell. Þegar við nálguðumst Húsavík var farið að súlda og nánast rigna en þokann var að lyfta sér. Við fórum síðan fyrir Tjörnes í rigningu en það þornaði upp í Kelduhverfi. Áfram og áðum í Ásbyrgi, blnkalogn, skýjað og 12 gr hiti. Fórum síðan norður , áðum á Kópaskeri, áfram yfir nýju Öxarfjarðarheiði og á Þórshöfn. Fengum okkur kaffi á bryggjunni og svo áfram út Font á Langanesi. Vegurinn var fyrst þokkalegur en síðan smá versnandi og endaði í moldarslóða. Stoppuðum við gamalt eyðibýli "Læknabrekku" og þar sáu við hvalavöðu undan ströndinni. Það hékk þurrt, en svo lygndi, já blankalog og sólin spratt fram yst úti á Fonti. Við höfðum náð áfanganum. Svo lögðum við okkur í grasið, í logninu og sólinni, yst út á annesi Íslands og það var alger þögn - yndislegt. Leiðin til baka gékk vel, fengu GS kaffi í fjöruborðinu og svo Þórshöfn, Vopnafjörður, Hólasandur, Mývatn, og Akureyri. Samtals 7OO km. í dag, þreyttir og sælir, fengum okkur djúpsteiktan fisk og franskar heima og slökuðum á eftir 12 klst mótorhjóladag - tóm hamingja eins og Líklegur segir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.