Fimmtudagur, 11. september 2014
Í gegnum Katalóníu.
Pyrenniafjöll eru í norðanverðri Katalóníu. Katalónía er hérað á Spáni sem lengi hefur verið með sjálstæðistilburði. Þannig flagga þeir eign flaggi og það hanga víða borðar á húsum sjálfstæð Katalónía Þetta er mjög fallegt landsvæði, há fjöll að norðan og fallegar ávalar hæðir með klettum þegar sunnar og austar dregur í átt að Miðjaraðarhafi. Íbúarnir eru ákaflega vingjarnlegir og reyna allt sem þeir geta til að skilja mann og greiða götu.
Ég hélt að Geirþrúður hefði farið eitthvað öfugt fram úr í morgun (miðvikudag). Ég spurði hana um bestu leiðina austur í átt að Frakklandi og Ítalíu. Hún stakk þá upp á Costa Brava f. norðan Barcelóna. Hún hefur eitthvað misskilið tilgang þessarar ferðar og heldur að þetta sé sólarlandaferð. Viti menn, þegar að var gáð hafði hún rétt fyrir sér, þetta er besta leiðin til að fara ekki aftur sömu leið gegnum fjöllin til Frakklands.
Það var komið að kveðjustund okkar nafnanna. Það var nú ekki þannig að við féllumst í faðma og táruðumst heldur stilltum við hjólunum um við veginn á bækistöð okkar til 3ja daga í Castjon de sos. Við kvöddumst kinkuðum kolli og lyftum hendi - hann fór í vestur og ég í austur- ég sá hann hverfa í baksýnisspeglinum. Nú var ég aftur orðinn einn á ferð.
Það er gott að ferðast einn en skemmtilegra að ferðast með öðrum, það er þessi sameiginlega upplifun sem er svo ánægjuleg og verður ótæmandi umræðuefni að kveldi.
Ég ók krókóttan veg til Temp og síðan Brent meðfram rótum fjallanna mjög falleg leið. Síðan Vic Girona og síðan ákvað Geirþrúður að fara til Roses sem er niður við ströndina en þar fann hun hótel. Mjög fallegur bær, svona ekta sólarlandastemning og þar var gist á Hótel Casa del Mar þýðir það ekki húsið við hafið? Ég dró fram stuttbuxurnar í fyrsta skipti í ferðinni og íhugaði að kaupa mér sandala.
Ég er líka með annan ferðafélaga Asimo- af kínverskum uppruna sem er lítill þráðlaus hátalari við síma eða tölvu og fyllir herbergi af tónlist. Björn sonur minn keypti hann í Hong Kong og gaf mér alveg snilldartæki og góður ferðafélagi. Ég hugleiddi að setja á íslensk tregafull ættjarðaarlög en vissi að ég yrði púaður niður af svölunum hér.
Það var ansi heitt, byrjaði í 16 gráðum og fór í 31, hér gildir að drekka nóg vökva á svona ferðalagi.
Á morgun austur ströndina gegnum Frakkland Ítalía kallar. Ég er vissu um að Geirþrúður vill koma við í Monaco.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.