Reykjavík Mílanó. Fimmtudagur 26. mars.

Ég var búinn að gleyma því að mótorhjólaferðalag snýst ekki bara um það að sitja á fáknum og keyra. Það snýst um miklu meira en það. Þannig hittir maður áhugavert fólk, hittir vini, sér fallega staði og skoðar, og kafar í sögu þjóða.

Nú var förinni heitið til Milanó til að sækja hjólið sem hefur haft vetrardvöl þar. Ég yfirgaf Álftanesið í birtingu, éli og hálku. Hárrétt ákvörðun hjá mér því frá því ég skildi við það , kom heim og til dagsins í dag er búið að vera vetur á Íslandi og ekki mótorhjólafæri.

Sessunautur minn í vélinni til Köben fyrir tilviljun var Hrund Rúdolfsdóttir forstjóri Veritas. Við áttum mjög skemmtilegt spjall en við þekkjumst frá fyrri tíð.

IMG_2234IMG_2236

 

 

 

 

 

 

 

 

Að koma til Kaupmannahafnar finnst mér alltaf eins og að koma heim sérstaklega ef maður hefur verið á langri ferð erlendis. Við vörum búnir að mæla okkur mót ég og Ólafur Einarsson lýtalæknir vinur minn en hann er starfandi þar. Það voru fagnaðarfundir, þessi heimsókn hefur staðið lengi til. Við fengum okkur einn kaldann heim hjá honum í Nyhavn og síðan rauðsprettu að dönskum hætti á næsta veitingahúsi. Við skröfuðum svo mikið að ég gleymdi mér næstum og hljóp yfir Kongens Nytorf og ofan í Metroinn sem fer út á flgvöll. Það tók ekki nema 15 mínútur, og svo fljótur í gengunum vopnaleit. Kom því tímanlega í SAS vélina til Mílanó og var lenntur þar um kl 1900. Ég tók svo bíl til Milanó 3 þar sem Sigurður Sigfússon vinur minn, salfisksali og fljölskylda býr. Það urðu fagnaðar fundir.

IMG_2245

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum út á veitingastað í nágrenninu í snæðing og að sjálfsögðu ítalskur matur og góð vín frá Toscana. Ég var orðinn annsi framlágur eftir allt ferðalagið svo það var auðvelt að sofna. Það hafði ringt undanfarna daga og verið kallt, en nú var spáin fyrir vikuna góð, 20 stig og sól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband