Sunnudagur, 5. apríl 2015
Gela - Palermo Sikiley Laugardagur 4.apríl 2015 - 219 km.
Við vorum snemma á fótum og röltum yfir í næstu götu í bílskúrinn til að sækja hjólin. ókum svo af stað í vestur suðurströnd Sikileyjar og síðan yfir fjöllin í átt að Palermo. Við áðum og fengum okkur kaffi americano og crossant á leiðinn í littlum bæ. Það varð nokkuð kalt efst upp en hlýnaði á leið niður að Palermo og fór yfir 20 stig.
Palermo er falleg borg og kemur á óvart, keyrðum einn hring, stoppuðum í miðborginni og settumst á kaffihús.
Ferjan átti að leggja af stað kl. 19.30 og við vorum mættur á höfnina um kl 17. Eins og við var að búast er alltaf eitthvað vesen, eins og kom í ljós, við áttum pantað en vorum ekki með réttu miðana ,en þá hafði ég prentað út fyrir 2 mánuðum. Nú var það hlaup á skrifstofuna hinu megin á hafnasvæðinu og biðröð, en þetta gekk. Ferjan er svona eins og Herjólfur á sterum, risastór fólks og bílaferja, sem tengir Sardiníu við meginland Ítalíu.
Við höfum nú séð huggulegra umhverfi í farþegaskipum, en fegnum ágætis klefa. Fórum upp á dekk og sáum sólarlagið þegar við sigldum út. Þreyttir fórum við að fá okkur bita og vorum sofnaðir snemma því það var ræs kl 6 morgunin eftir fyrir komu til Cagliari á Sardiníu kl 7.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.