Toloun - Luxembourgh fimmtudagur 7. apríl 2015 - 894 km.

 IMG_2635

 

 

 

 

 

 

 

Við komum kl. rúmlega 7 í höfn í Toloun sem er rétt vestan við Marsilles í mjög fallegu veðri, sólin að koma upp og himininn heiður og blár. Við rúlluðum út úr ferjunni og inn í miðbæ, en nú var komið að kveðjustund, Gulli ætlaði aftur til Antibbe við Cannes, og ég stefndi norður í átt að Liege í Belgíu.

 

IMG_1438

 

 

 

 

 

 

 

Svo hófst aksturinn, allt Frakklandi suður til norðurs á einum degi. Þetta gekk svo sem ágætlega á Autorútunni, ég var með eiyrnatappa og lág á 110-130 og stoppaði á rúmlega klst fresti smá stund. Kjöraðstæður, sól, heiður himinn, logn, en dáldið kalt framan af, en fór í 23 þegar ég renndi inn í Lux um kl 1800. Ég fékk fínt hótel á góðu verði, og skellti mér svo á torgið til að fá mér skinku og bjór að hætti heimamanna. Ég verð að viðurkenna að ég var alveg uppgefinn kl 10.

IMG_2648


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband