Í borg englanna

Þá er fyrsti dagurinn liðinn og sá næsti hafinn.  Við erum aðeins að komast á tíma heimamanna, en enn frekar kvöldsvæf.  Ég fór í bíltúr á bílnum meðfram ströndinni með blæjuna niðri að sjálfsögðu enda yfir 20 stiga hiti. Mike sýndi mér ýmislegt hér í kring og þar á meðal fjöldi af olíuborholum sem verið hafa í gangi síðan um 1920. Þar ámeðal var ein hola sem var sú fyrsta frá 1913 að mig minnir og þar með hófst olíuvinnsla hér.  Hér utan við ströndinaeru líka fjöldi smáeyja sem eru tilbúna dulbúnar með pálmun og húsum, en þarfer fram u þó að manni detti það ekki í hug.  Seinnipartinn í gær leigði ég mér línuskauta og fór hér um 10 mílur á stíg við höfnina og ströndina, alvegfrábært. Í eftirmiðdag var svo léttur kokteill á svölunum og svo fórum við útað borða.  Fórum á Parkerslighthouse sem er alveg við Queen Mary sem hér hefur legið við festar frá þvíhún hætti siglingum fyrir Cunard í Bretlandi. Við gengum heim í kvöldhúminu,það var aðeins farið að kólna og dálitill blástur að sunnan.   Mike og Paula komu Helgu á óvartog voru með þessa fínu afmælistert á örðum í afmæli og við höfðum smáafmælispartý og settum upp húfur í tilefni dagsins.  Frekar var maður nú orðinn framlágur um 11 leytið. Ég hrökk upp í nótt við mikið sírenugól en sofnaði aftur eins og steinn. Löbbuðum áðan í 1 klst á ströndinni og fegnum okkur þennan líka fína Brunch á ströndinni.

 Í dag ætlum við að fara í bíltúr meðframströndinni og skoða okkur frekar um í borg englanna.

Það var einhver að spyrja mig hvernig við þekkjum Mike og Paulu.  Jú það er þannig að þau byggðu hús við hliðan á okkur í Orlando og með okkur tókst strax mikill og góður vinskapur. þau ætla að koma til Íslands í fyrsta skipti í ágúst og hlakkar mikið. til.

aptview

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir.... bið að heilsa. hb

Hulda (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband