Laguna beach og Hollywood

gbonbeach

Í gær fórum við seinnipartinn í bíltúr suðurmeð ströndinni.  Við enduðum íLaguna Beach sem er staður hinna ríku og frægu.  Ég held að ég hafi aldrei séð eins mikið af Ferrari,Lamborgini og Bentley bílum á einum degi, þetta var hreinræktuð veisla.

Um kvöldið fóru stelpurnar að sjá myndina Sexand the city og Mike sýndi mér hafnarsvæðið hér í Long Beach.  Ólík áhugamál er óhætt að segja.  Höfnin er sú stærsta í Bandaríkjunum,þannig fer um þriðjungur af innflutningi þeirra fer um þessa höfn. Það vargaman að keyra með blæjuna niðri í hlýju kvöldhúminu. Við komum frekar seintheim og stelpurnar vorum ánægðar með bíóferðina.

Í morgun fórum við snemma í gönguferð og fórumsíðan upp með ströndinni til Santa Monica og þaðan til Hollywood.  Við skoðuðum "Graumans chinesetheather" þar sem allar frægu stjörnurnar hafa fest hendur sínar og fætur ísteypu á gangstéttinni.  Til aðkóróna allt vorum við boðin í stúdío NBC til að horfa á upptöku á þætti JayLeno. Paula útvegaði þetta enda öllum hnútum kunnug í þeim bransa.  Við vorum alveg uppgefin í kvöld ogfengum okkur kínverskan hér heima. Á morgun leggjum við í hann í bílferðina löngu og förum fyrst til LasVegas og ætlum að vera þar í 2 daga. Það er búið að vera mjög gaman hjá vinum okkar hér og kynnast borgenglanna og því hvernig lífi þau lifa hér. Fleiri myndir eru. komnar í albúmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig væri að senda smá sand, sjó og sól í krukku til mín.......   hb

Hulda (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband