Miðvikudagur, 11. júní 2008
Eyðimörkin.
Við fórum áleiðis til Las Vegas í gærmorgun og þar með var bílferðin langa, áralangur draumur okkar hafin. Það var frekar svalt ( um 16 gr C) og skýjað. Umferðin í gegnum Los Angeles var ógurleg hröð og mikil og mikil mengun grúfði yfir öllu. Þeir eru farnir að hafa miklar áhyggjur af hækkandi bensínverði enda gallonið (3.7 lítrar) komið í $ 4.75 á þessu svæði. Í nær öllum bílum er bara einn maður og nær engar almennings-samgöngur. Það er ekki skrýtið að allt sé að kafna í mengun og umferð. Kannski er hátt bensínverð bara lausnin byrjunin á endalokum bensínbílsins,- því það er mikil umræða í gangi í fjölmiðlum hér um hvaða aðrar leiðir eru til í samgöngum og til að spara bensín. Menn spá því að innan 10-15 ára verði hér allt samgönguumhverfi gerbreytt enda hefur maður það á tilfinningunni þegar maður ferðast á hraðbrautunum kringum LA að lengra verði ekki komist í ruglinu. Mengunin minnkaði smám saman þegar við komumst út úr LA og upp í fjöllin og við tók Mojave eyðimörkin. Það hvarf smám saman allur gróður og hitastigið fór hækkandi. Hafi okkur dottið í hug að setja blæjuna niður þá hvarf sú hugsun þegar hitinn var kominn í 100 F( Farenheit - um 35 gr. C) og sólin spratt út úr skýjum og mengun. Okkur fannst á tímabili eins og við værum á Nesjavallaveginum á leiðinni austur, nema að hér voru fjórar akreinar og allir steinar og sandur ljósbrúnn. Hæst fór hitinn í 114 gr. F ( um 45 gr.C). Þetta virtist alveg óendaleg leið með engri byggð en allt í einu við fylkismörk Nevada kom heilt Resort í ljós. Ástæðan fyrir þessu er sú að í Nevada er fjárhættuspil leyft. Við skriðum síðan inn í Las Vegas seinnipartinn og þar var vel heitt en þurrt. Við vorum búin að ákveða fyrirfram að gista á The Venetian dýrt en, ég verð að segja aðeins meira en meirháttar ef það er nú til. Verðið er þó ekki í samræmi við það því hér ætla menn sér að hafa fé af ferðalöngum sem vilja stunda fjárhættuspil. Það var ansi heitt og mollulegt þegar við komum seinnipartinn. Hótelið á ekkert sitt líkt sem ég hef séð í heiminum 2000 herbergi og allt fært í stíl Feneyja og Ítaliu, þannig að meira að segja gondólar sigla gegnum hótelið. Við fengum okkur góða steik og það var bara pínulítið gamblað. Meira frá Vegas í næstu grein. Setti nokkar nýjar myndir inn. Keyrðum um 290 mílur í gær.
Athugasemdir
Váá.. Gaman að fylgjast með ykkur:D Hafiði það rosa gott þarna í Ameríkunni ;)
Kíkiði síðan endilega á bloggið mitt frá Österreich:)
Kv. Ásta Hulda
Ásta Hulda Ármann (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 19:38
Hæhæ
Þið eruð bara snillingar,,,,Þetta er frábært hjá ykkur að fara svona ferð,,,enda bara snillingar sem þora í svona,,
Njóti þið vel hvors annars, það sem þið sjáið, borðið góðan mat og drekkið góð vín,,,,og dekrið við ykkur í drasl,,,,
Samt pínu hissa engin golfmynd komin,,,eða eruð þið í átaki þar;););)hihihihi
Bestu kveðjur
x saga heilsa
Iris skvísa (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.