Las Vegas

thestripÞessi borg er alveg hreint ótrúleg – eins og vin í eyðimörkinni. Ég held að maður verði að koma hingað og standa á aðalgötunni “The Strip” til að ná þessu. Hér iðar allt í mannlífi, glæsibyggingum, og stöðugum nið frá umferð og tónlist við gangstéttina. Ljósadýrðin á enga sinn líka, þetta er eins og í ævintýraveröld. Við vöknuðum snemma og fórum út að ganga sem lið í heilsuátakinu “hreyfing klukkutími á dag með Atkins” sem við ákváðum að stunda í ferðinni. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Það er sko bara beikon og egg í morgunmat og ekkert brauð. Hitinn kl 7 í morgun (miðvikudag) var þægilegur, um 25 gr. C og ekki skýhnoðri á himni. Helga skellti sér nudd og ég fékk fór í skoðunarferð hér á næstu hótel. Eftir hádegi var tilvalið að liggja “by the pool” og njóta sælunnar. Það var ansi heitt í sólinni og því gott að liggja í skugganum með kaldan drykk. Þeir eru snillingar hér að “plokka” af manni aurinn, maður borgar bara brosandi 15$ fyrir 6 risarækjur á ískurli og hálfri sítrónu við laugarbarminn – tóm hamingja. Gott að liggja og hlaða battaríin fyrir ferðlagið sem heldur áfram á morgun, og nú þarf að fara að slá í klárinn til að komast til Flórída fyrir haustið. Maturinn og þjónustan hér er frábær en kostar sitt. Umhverfið er ótrúlegt, þannig sátum við í kvöldmat á ítölskum stað torgi í gervi- Feneyjum með gervi-himni innanhúss, ítölskum aríum og gondólar sigldu framhjá. Eftir ítalskan mat á torginu og eitt gott hvítvínsglas gleymir maður alveg hvar maður er staddur. Við skelltum okkur náttúrlega í gondóla siglingun ( á 3 hæð í 2000 herbergja hóteli ) og svo pínu gambling. Helgu telst til að hún hafi unnið $13 og ll cent eftir nokkuð langa yfirlegu á spilakössunum.Nú ferðalagið áfram, Hoover stíflan, þjóðvegur 66 og Milklugljúfur ( Grand Canyon). Spáin er góð svo það er öruugglega hægt að hafa blæjuna opna fyrir hádegi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gambla yfir ykkur.... og passið ykkur á öllum ljótu köllunum  hb

Hulda (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband