Sunnudagur, 15. júní 2008
Föstudagur 13 júní - Litbrigði jarðarinnar.
Við vöknuðum snemma í Grand Canyon, sólin skein og það var logn. Útsýnið var stórkostlegt. Morgunmatur á svölunum og svo back to business ferðin langa heldur áfram. Við ókum eftir gljúfurbarminum til austurs og við og við blasti glúfrið mikla við. Við ókum veg 64 og svo veg 163 upp til Utah. Við fórum í gegn um Painted desert og Monument Valley. Litbrigði jarðarinnar og jarðmyndanir eru stórkostleg á þessu svæði. Það er ekki hægt að lýsa þessu þið sem þetta lesið verðið að kíkja á myndirnar. Við ókum í gegn um svæði Navajo indíána og þar var greinilega fátækt og allt í drasli Við ókum veg 191 upp til Moab sem er lítill bær í austurhluta Utah. Þar gistum við og fórum í kvöldgöngu í fallegu og hlýju veðri.
Athugasemdir
frábært hjá ykkur, gaman að fá að fylgjast með
GA+SIS
Gudni Arinbjarnar (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.