Frá Utah til Colorado

arches1Víða í Bandaríkjunum sérstaklega í vesturhlutanum er mikil og sérstök náttúrufegurð. Heimamenn hafa á friðlýst svæði, lokað þeim og gert umbúnað allan fyrsta flokks. Í “National parks” er nær allsstaðar móttökumiðstöð og vegir,merkingar og stígar til fyrirmyndar. Við vorum búinn að sjá þetta í Grand Canyon National park en nú var komið að því að skoða Arches National park í austurhluta Utah en hann er nálægt Moab. Hér eru jarðmyndanir úr sandsteini sem tekið hafa á sig hinar ýmsu myndir eftir að veður vatn og vindar hafa sorfið þetta í miljónir ára. Það er malbikaður vegur um allt svæðið sem er mjög stórt og öllu lýst með merkingum og myndum. Það er líklega best að skoða myndirnar í Albúminu. Við dvöldum þarna á 3ja tíma í blíðskaparveðri, gengum og keyrðum um með blæjuna niðri. Um hádegi var orðið vel heitt eða um 90 gr. Farenheit ( 32 gr. Celcius). Þannig að toppurinn fór upp og kælingin á. Við ókum veg 128 upp með Colorado ánni frá Moab þar sem við höfðum gist. Við athugðum ekki fyrr en liðið var á daginn að tíminn hafði breyst og færst 1 klst. Fram, komin á “Moutain time” Það var gaman að sjá mikilfenglegt gljúfrið og þar voru menn á ferð á stórum gúmmíbátum í “River rafting”. Við héldum svo áfram upp á hraðbrautina I 70 sem liggur í raun í gegnum öll bandaríkin. Í Utah vorum við í eyðimörk með Klettafjöllin en þegar komið var inn í Colorado stungum við okkur inn í dalina í Klettfjöllunum. Smám saman urðu dalirnir að gljúfrum og fjöllin hækkuðu. Við ókum á I 70 í gegnum “Glenwood canyon”. Þar hafa menn gert veginn þannið að hann veldur ekki spjöllum á náttúrunni nema að litlu leyti og kannski fyrst og fremst útlitslega. Vegurinn er byggður upp á súlum og þar sem ekki er pláss fyrir tvær akbrautir hlið við hlið eru þær misháar og skarast eða að vegurinn fer í gegn um göng. Við fórum gegnum Vale, þekktan skíðastað og þar er snjór enn í efstu brekkum. Þá fórum við yfir Vale skarðið sem er í um 10.500 feta hæð (3.200 metrar) og kallað “The Summit” Þar var snjór við hliðina á veginum. Hitinn fór niður í 66 gr. F en hafði verið 90 gr. F neðst í dölunum. Blæjan féll því og við ókum í því sem kalla má íslenskt sumarveður. Við komum loks til Breckenridge um 6 leytið og það vorum fagnaðar fundir með vinum okkar Trish og David. Þau búa í um 10.500 feta hæð með stórkostlegt útsýni. Það var hressing á pallinum, góður matur og við spjölluðum langt fram eftir kvöldi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband