Á slóðum gullgrafara

passÁ þjóðhátíðardaginn fórum við í stutta ferð yfir skarð sem er í 11.500 fet hér í nágreninu. Við fórum að skoða bæinn Fairplay sem er í um 30 mílna fjarlægð frá Breckenridge þar sem við gistum. Þegar farið er yfir þetta skarð eru vatnaskil. Allt vatn fyrir austan fellur að lokum í Missisippi fjótið sem fellur í Flórída flóa, en megnið af vatninu fyrir vestan fellur í Colorado river sem við erum búin að þræða síðan við komum frá Los Angeles. Við nánast fórum upp fyrir "barrskógarbelti" og fyrir ofan er bara köld klöppin eins og hún gerist best á Íslandi. Breckenridge og Fairplay voru á árum áður þekkt fyrir að vera gullgrafarabæir. Í kringum árið 1880 fannst gull á þessu svæði og þeir byggðust upp á örskömmum tíma. Við fórum og skoðuðum "South park city" en þar er búið að endurbyggja gamlan bæ eins og þeir voru á þessum tíma. Bærinn hefur verið notaður sem fyrirmynd í þættina "South Park" sem allir þekkja.Seinnipartinn varð ég að þrífa bílinn sem var orðinn frekar slakur fyrir svona bílasnobbara eins og mig og einnig þurfti ég að láta jafnvægistilla hjólin en ég fann titringi á hraðbrautinni. Við settumst svo í kvöldsólinni hér á svölunum hjá vinum okkar og nutum verðurblíðunnar. Á morgun heldur ferðin langa áfram til Chicago. Það er búið að vera mikið vatnsveður og flóð á því svæði en samkvæmt því sem ég les á weather.com er stytt upp og sólin að hita upp fyrir okkur leiðina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvitt. Gaman að fylgjast með. Hlakka til að lesa næstu færslu!

Erlan

Erla (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband