Fimmtudagur, 19. júní 2008
Á flótta undan hvirfilbyl
Klettafjöllin eru stórfengleg, og það var skrýtið að yfirgefa þau og fara út á sléttuna miklu sem lggur um 4000 fetum neðar. Við fórum í gengum Denver í Colorado en þar er mikil umferð og talsverð mengun. Fyrir austan tekur við óendaleg slétta og við ókum veg 76 og síðan 80. Eins langt eins og augað eygir er landið flatt. Smám saman fór að þykkna upp og í útvarpinu heyrðum við að það var varað við óveðri og jafnvel hvirfilbyl á okkar slóðum. Við ókum inn í Nebraska og alltaf varð himinn dekkri og dekkri. Vi heyrðum að hvirfilbylurinn væri að færa sig austur og suður. Við vorum kominn í "Twister" land, enda er svæðið kallað "Tornado Alley" Um 10 mínútum áður en við komum á fyrirhugaðan náttstað brast á mikil rigning, svo mikil að bílarnir siluðust áfram á hraðbrautinni. Við gistum í bænum Grand Island á Holliday Inn móteli. Ég hafð verið að tala um að ég þyrfti að þrífa flugurnar af framrúðunni, en eftir steypiregnið var þess ekki lengur þörf, hún var eins og nýpússuð. Grand Island er lítill bær inni í miðju Nebraska fylgi. Að segja "I'n the middle of nowhere" á hér vel við. Mannlífið ber þess líka merki, Dæmigerðir "Rednecks" aka hér um götunar á sínum pallbílum.
Athugasemdir
Hæ systir þyrfti að lenda í svona rigningu með sína bíla. he,he..... ekki út af flugum sko..... heldur.... úff
Hulda (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.