Slétturnar miklu

rosemanbridge2Slétturnar miklu “The Great Plains” liggja í stórum dráttum milli Klettafjalla og miðvesturríkjanna. Á tveim dögum ókum við rúmar 1000 mílur að mestu á Hraðbraut ( Interstate) 80. Slétturnar virðast nánast óendalegar, þar sem vegurinn sést framundan eins langt og augað eigir. Í Colorado eru þetta nánast eyðimörk, en því lengra austur sem komið er eykst gróðurinn. Í Nebraska er talsverður landbúnaður en strjál byggð. Það hlaut að koma að því, við vorum stoppuð í Nebraska af lögreglu. Ég hafði verið á 77 mílna hraða á 65 mílna/klst svæði. Það var vegagerð í gangi og ég fylgdi bara umferðinni. Sennilega hafa þeir stoppað okkur af því ég var utansveitarmaður á Flórída númerplötum.. Lögrelguþjónninn var mjög kurteis og eiginlega leiður yfir að hafa stoppað okkur þegar við vorum búinn að spjalla við hann, - fékk 119$ sekt. Við þorðum ekki að taka mynd (áttum eingann kubb) en sáum eftir því. Í Iowa verður allt enn meira grösugt og þéttbýla. Endalausir akrar með fallegum býlum sem sitja dreifð þar sem landið fer að bylgjast meir og meir. Þeir kalla þetta “Rolling hills” á þessum slóðum en vegirnir eru beinir þannig að hann liðast upp og niður beint áfram. Allir smávegir útifrá hraðbrautinni koma hornréttir með reglulegu millibili. Við brugðum okkur út í sveitir Iowa og það er eins og að keyra á rúðustrikuðu blaði og enginn vegur liggur skáhallt, upp og niður, upp og niður hæðirnar með grösugar ekrur og bóndabýli allt í kring. Við vorum búin að ákveða að fara að skoða yfirbyggðu brýrnar í Madison sýslu í Iowa. Rosaman brúin er þeirra frægust og var leiksvið myndarinnar “Bridges of Madison County” Ég man eftir að hafa lesið um þessar brýr í National Geographic tímaritinu þegar ég var smá strákur. Þetta var skemmtileg upplifun og stemmning að standa þarna, sérstaklega fyrir þá sem hafa séð myndina. Við þurftum að þræða malarveg í 4 mílur til að komast að brúnni og sportbíllinn var nú ekki ánægður með það allur rykugur. Í fjarska var þrumuveður sem kom sífellt nær, og þegar við fórum aftur í austur kom hellidemba og þrumur og eldingar. Veðrið fór hægar en við þannig að við ókum út úr því inn í sólina aftur. Við ókum síðan Iowa endilangt og yfir Missisippi ánna yfir í Illinois. Á þessu svæði voru mikil flóð fyrir nokkrum dögum og glögglega mátti sjá ummerki um þau víða, akrar á floti og mold og drulla kringum vegina. Klukkan var orðin um átta á fimmtudagskvöld þegar við komum til Barrington í Illinois, sem er úthverfi Chicago. Það voru fagnaðarfundir, en þar búa vinir okkar Gunnar og Guðrún sem sem tóku vel á móti okkur. Við fengum okkur hressingu við laugina hjá þeim og svo góða steik að Amerískum hætti. Við ókum þessar rúmar 1000 mílur ( um 1700 km) á 2 dögum og vorum um 15 tíma á akstri. Nú hvílum við okkur hér í 2-3 daga og svo stefnum við suður “heimaáleið”.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá 1000 mílur á tveimur dögum. Ég fæ bara illt í rassinn við tilhugsunina að sitja svona lengi kyrr...hehehe.

Kveðja Erla íþróttaálfur

Erla afmælisbarn (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband