
Við vorum frekar þreytt eftir síðustu kvöldmáltíðina í Barrington og komust ekki af stað fyrr en upp úr hádegi. Frú Garmin tók okkur inn að miðborg Chicago og svo í suður. Við gátum haft blæjuna opna í um 25 stiga hita C. Umferðin var skelfilega mikil og hröð á miðjum sunnudegi. Við þurftum að taka bensín í suðurhluta Chicago, þar er mikil fátækt. Áfram fórum við á vegi 80 í austur til Indiana fylkis og svo í suður á vegi 65 til Indianapolis. Leiðin var tilbreytingarlítil, akrar og býli þegar við komust út úr borginni. Við Indianpolis gerði rúmlega hellidembu í 10-15 mín en það hafði verið að þykkna upp allan eftirmiðdaginn. Við fórum í austur og stefndum á Ohio. Helga hringdi og pantaði gott hótel í miðborg Cincinnati og þegar þangað kom tók á móti okkur dyravörður í kjólfötum. Það kom í ljós að hótelið er eitt af nokkrum sem komast á lista yfir historical hotels Verðið var gott enda sunnudagskvöld. Við fórum í kvöldgöngu, fengum okkur bita sportbar - hér er mannlífið öðruvísi, útlit, framkoma og fleira. Ef til vill evrópskra. Kannski er maður næmur á svona núna eftir að hafa ferðast í gegnum þetta mikla land. Á morgun Smokey mountains ekki laust við að það sé tilhlökkun í áhöfninni, og ég vona að frú Garmin hafi hvílist líka vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.