...því enginn dagur er öðrum líkur.

blueridge10Ég hélt satt að segja að við ættum ekki eftir að upplifa meira og stórkostlegra en við höfum gert fram að þessu. Við vöknuðum snemma á þriðjudegi og fóru af stað í fjöllum North Carolina. Veðrið var eins og best gerist heiðskírt, logn og hiti um 20 gráður C. Við ókum aftur upp í fjöllin með opinn bílinn í morgunsólinni – fullkomið. Eftir um 13 mílur komum við upp á Blue ridge parkway og stefndum í suður. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu, mér dettur í hug ef maður ímyndar sér Kambana skógíklædda og við værum allan daginn að aka upp og niður nema það er engin umferð, engir trukkar, engin gatnamót og 20 stiga hiti og sól. Myndirnar geta kannski bætt einhverju við þessa lýsingu á þeirri tilfinningu sem það er að aka þessa leið og virða fyrir sér útsýnið. “Ólýsanlegt” er því rétta orðið. Þegar við vorum búin að aka þennan veg í nokkra klukkustundir, ferðast kannski 100 mílur taka 1000 beygjur og sveiflast milli 2500 og 5000 feta hæðar vorum við eiginlega orðin “södd” ef það er nú hægt í svona umhverfi. Við stefndum því niður á sléttur Georgiu, fórum fyrst snúinn veg í Norður Carolina úr mikilli hæð og svo í gegnum Suður Carolina og yfir í Georgia. Hitinn fór hækkandi eftir því sem neðar kom og á daginn leið, var orðinn um 36 gráður C seinnipartinn. Við fórum hraðbraut 85 og svo veg 15/441 sem okkur er að góðu kunnugur en hann liggur gegnum Orlando og niður til Miami í gegnum sveitina fram hjá okkur. Smám saman varð allt sléttara og við fórum að kannast við okkur enda ekki nema 400 mílur að heiman þegar við renndum í hlað hjá vinum okkar Bud og Edit Jacquin í bænum Macon á miðjum sléttum Georgiu. Já - hvernig þekkjum við þau ? Því er frá að segja að þau bjuggu á móti okkur þar sem við áttum fyrst hús í Ventura í Orlando í 10 ár. Þau eru bæði fullorðin og löngu komin á eftirlaun. Okkur varð vel til vina ,en þau fluttu norður fyrir tveimur árum til að vera nær börnum sínum. Golfbíllinn sem núna stendur inn í skúr hjá okkur, og við höfum haft mikið gaman af, skildu þau eftir hjá okkur til varðveislu. Það urðu fagnaðarfundir, og við fórum og ætluðum að fá okkur bita, en það var búið að loka öllum almennilegum veitingastöðum ,þegar við komust af stað, af því það var frá svo mörgu að segja. Fengum okkur því smá skyndibita og hvítvín og sýndum þeim myndirnar úr ferðinni. Við ætluðum aldrei að komast í háttinn þó við værum orðin ansi framlág. Á morgun miðvikudag - heim stystu leið 400 mílur og stefnum að því að vera komin heim á “happy hour” hjá vinum okkar og nágrönnum Guðna og Svanlaugu á Eagle Creek.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband