Komin heim

homeÞá erum við komin heim úr ferðinni löngu og allt gekk vel. Við lentum í miklum "thunderstorm" leið inn í Orlando, og það hellirigndi í meir en hálftíma. Við renndum upp að Arnarlæk um kl 18.30 í gærkvöldi (miðvikudag) þá búin að ferðast 4009 mílur (6451 km) í 19 daga. Allt gekk vel í ferðinni og ekkert óvænt kom uppá sem betur fer. Bíllinn stóð sig óaðfinnanlega, við tönkunum u.þ.b 10 sinnum og eyðslan var um 30 mílur/gallonið ( 8,7 lítrar á 100 km) og hreyfði nánast ekki olíuna. Við vorum ansi lúin í gærkvöldi og slöppuðum af og hugleiddum það sem fyrir hefur borið. Ég ætla á morgun að vera með síðasta pistilinn úr þessari ferð með smá hugleiðingu um ferðina og hvernig undirbúa má svipuð ferðalög.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Hulda Ármann

ótrúlega gaman að hafa fengið að fylgjast með ævintýrunum ykkar. Verður síðan ekki bloggað meira um lífið á Íslandi?

Kv. Ásta Hulda litla frænka

Ásta Hulda Ármann, 26.6.2008 kl. 19:28

2 identicon

Velkomin "heim". Það hefur verið stórskemmtilegt að lesa þessa pistla hjá þér frændi og er þetta eitthvað sem mig dreymir um að gera einhverntíma. Læt alveg örugglega verða af því.

Bjössi frændi (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband