Avezzano - Sorrento þriðjudagur 31.03. 301 km.

 

 

IMG_3186

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var dáldið snúið að koma hjólunum upp úr bílageymslunni á hótelinu. Það var bratt upp og lágt til lofts en það hafðist. Hotel Velino man fífil sinn fegri, greinilega hannað af einhverjum snilligi, en innréttingarnar nú komnar til ára sinna. Við ákváðum að lengja leiðina aðeins niðureftir og fórum í gegnum þjóðgarð og svo sveit í gegnum fjöllin niður á sléttlendið fyrir norðan Napoli. Hitinn var framanaf ekki nema 11 gr. en smá hækkaði þegar á daginn leið upp í 21 gr upp úr hádegi. Við höfðum þá líka lækkað okkur úr 750 metrum niður í átt að sjónum. Eftir því sem sunnar dróg varð breyting á landslaginu, gróðri og fólkinu.

 

IMG_3194

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú fórum við að sjá kaktusa og pálmatré, og sífellt meira drasl við vekanntinn. Geirþrúður vildi að við færum austan við Milano, en við stefndum á Sorrento. Það var mikið skak í gegnum umferðina, þröngt rykugt og hávaði. Þetta silaðist áfram gegnum borgina og svo austur og suður fyrir í minni borgir. Við fórum gegnum Pompei við rætur eldfjallsins Vesúvíusar sem við ætlum að skoða á morgun. Mér hefur allatíð langað til að koma á þennan stað, allargötur síðan ég var í gagnfræðaskóla (lesist Fjölbraut- fyrir yngri lesendur)- meira um það á morgun.

IMG_3204

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fundum ágætis hótel sem Gulli þekkti, Megamare, en það er bygging sem hangir í klettunum við sjóinn í Sorrentoflóanum. Svo var það bara að drífa sig í léttan dinner eftir 12 tíma ferð, gott spjall og ferðaplönin skoðuð.


Á ferð um mið-Ítalíu mándagur 30. mars 353 km.

Við ætluðum að koma okkur vel niður á miðja Ítalíu og því var tekin sú ákvörðun að fara frekar greiðari leiðir. Hraðbrautin liðast um fjöllin, með gögnum og brúm, mikið listaverk. Á leiðinni er fjöldi af bæjum sem byggðir eru uppi á hæðum eins og kastalaborg og eingi og vínekrur í hlíðum fyrir neðan.  Við fórum í gegnum nokkra svona bæri og það var gaman að fylgjast með mannlífinu.

IMG_3181

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki spillti veðrið. Leiðin lá frá Rimini og niður til Avezzano sem er í fjöllunum s-austur af Róm. Þangað komust við eftir langan dag. Það var svo sem ekki sérlega viðburðarmikið, en maður sér hvernig landið breytist, greinilega síðri efnahagur, og gróðurinn verður öðruvísi. Það er eins og allt þorni og verði daufara á litinn, meira ryk, meira drasl og fleiri holur í vegunum.

IMG_2257

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Avezanno er fallegur bær og þar fegnum við “ekta” ítalska pizzu, þunnbotna, stökka í köntum og bragðmikil. Þetta er ein sú allra besta sem ég hef smakkað. Við vorum dáldið lúnir þegar við komum á hótel Velino.


Í fjöllum Ítalíu. - Sunnudagur 29 mars. 318 km.

 

 Viareggio er sumarleyfisstaður, þannig að á þessum árstíma er ekki mikið af ferðamönnum á þessum slóðum. Morguninn var rólegur og fallegur og sólin kom upp og vakti okkur. Alltof seinir hugsaði ég og við Gulli drifum okkur að fá okkur bita. Svo leit ég á klukkuna Það rann allt í einu fyrir okkur að klukkan var orðin átta, tímanum hafði verið breytt um nóttina. Í fallegu veðri tókum við mótorveginn tilFlórens og fórum þar inn í bæ og áðum.

IMG_3121

 

 

 

 

 

 

 

Borgin er samfellt listaverk. Við tókum svo sveitavegina yfir fjöllin, sumstaðar mjög krókótta og áðum oft á leiðinni, stoppuðum í littlu þorpi og fengum pasta og svo esspresso.

IMG_3133IMG_3138

 

 

 

 

 

 

 

 

Við stefndum á San Marínó sem er borggríki á miklum kletti sem stednur upp úr landinu og er með sjálfstjórn. Það er mikil saga á bak við þetta og þeir sem vilja fræðast meira um þetta ríki geta smell hér.

 

IMG_3177IMG_3149

 

 

 

 

 

 

 

Það var gaman að skoða þetta. Við ætluðum að gista þar en það var dýrt og ekki sérstaklega spennandi umhverfi þar í kring. Klukkan var orðin margt og við ákváðum að renna niður á Rimini og fá þar gistingu. Geirþrúður stakk upp á Holiday Inn og við renndum þangað um 27 km og þá var komið myrkur. Fengu inni á systurhóteli þeirra Mercur við hliðina því þar var læstur bílskúr. Við vorum dáldið lengi að koma okkur út til að borða en fundum svo fína “ekta” ítalskan stað, þar sem mamma, pabbi, afi, amma, og littlu börnin voru á staðnum. Góður matur eins og alstaðar á ítalíu og göngutúr við ströndina.

Á morgun nýr spennandi dagur og spáin áfram góð.


Via Aurelia - Lauardagur 28 mars. 243 km.

IMG_3104IMG_3114

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum snemma á fótum og morgunsólin baðaði ströndina, en dáldið kallt. Drifum okkur af stað fyrir kl 9 eftir “hearty “brekfast”. Við ákvaðum að taka ströndina niðureftir og stefna á Toscana. Vegurinn meðfram ströndinni “ítölsku Rivierunni” heitir einu nafni Via Aurelia.  Hér sniglast vegurinn meðfram strönd, í klettum og gegnum bæi og borgir. Fjöllin steypast niður að sjónum og himinnin heiður og blár og Miðjarðarhafið líka. Við fórum gegnum Genoa í miklli umferð og síðan Rapallo og “bæina fimm”, Cinqe terre.

IMG_3105

 

 

 

 

 

 

 

Við áðum öðru hverju nutum útsýnisin og fengum okkur expresso að hætti heimamanna. Þar sem langt var liðið á daginn tókum við Aoutostrada síðast. Við fundum gistinu i Viareggio, fínt hótel við ströndina á lágu verði af því túristarnir eru voru ekki mættir. Það var fallegt að standa á svölunum léttklæddir þegar sólin settist að rifja upp atburði dagsins og ræða lífið og tilveruna.

IMG_2283


Milanó-  Finale Ligure Föstudagur 27. mars 238 km.

Ég var snemma á fótum og eftir léttan bita fórum við að sækja hjólið til hans Paulo sem rekur lítið verstæði í nágrenninu. Þarna var það, þessi elska, eins og að sjá hestinn inn, fékk klapp og skoðað undir hófann, allt í standi. Paulo hafði látið yfirfara hjólið hjá BMW 10 þús km. skoðun og einhverjar smá ábyrgðarviðgerðir.

IMG_2250

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var eins og ég hefði verið á hjólinu í gær, ljúft var það. Heim að pakka og svo af stað um kl 12.30 út á Autostrada A7 í átt að Genoa. Það var 20 stiga hiti –yndislegt að líða áfram niður úr, hæfileg umferð og gat haldið góðum hraða á skriðstillinum. Ég fór útaf veginum við Servalle og tók svo stefnuna á Gavi og Agui Terme. Nú fór að verða skemmtilegt, fallegir þröngir gamlir bæir, krókóttir sveitavegir og töluverð hækkun. Ég áði í Gavi og svo aftur í Agui Terme og fór í stórmarkað til að kaupa smá mat og drykk.

IMG_2256IMG_2261

 

 

 

 

 

 

 

 

Leiðin niður til Finale Ligure er stókostleg, vegurinn sniglast í gili upp á við og svo bratt niður að Miðjarðarhafinu. Ég ók niður að stönd og áði þar, settist niður og horfði yfir sandströndina og hafið. Það var mikil umferð um kl. 18 þegar ég var að finna hótel Moroani sem ég hafði bóka, það hafðist eftir að ég hafði áttað mig á því að strandvegurinn er einstefna á hluta. Geirþrúður var alltaf að beina mér eitthvað í bak við það hús, og ég sá eingin skilti. Nú hófst biðin eftir Gulla, Guðlaugi Þórðarsyni vini mínum sem var á leið frá Cannes þar sem hann geymir hjólið sitt. Hann kom að loku eftir að ég hafði verið í sms og síma sambandi við hann en hann lennti í sömu villu og ég.

Það voru fagnaðarfundir, sátum úti fengum okkur bita og ræddum hvernig við ætluðum að haga ferðinni. Spáin og vegalengdin er þannig að við tökum ströndina niður Ítalíu, og sjáum svo til, en við verðum að vera í Palermo á Sikiley á laugardag 4. Apríl til að taka ferjuna yfir til Sardínu. Sú ferja fer á þessum árstíma einungis vikulega, en það er bókað og klárt.


Reykjavík Mílanó. Fimmtudagur 26. mars.

Ég var búinn að gleyma því að mótorhjólaferðalag snýst ekki bara um það að sitja á fáknum og keyra. Það snýst um miklu meira en það. Þannig hittir maður áhugavert fólk, hittir vini, sér fallega staði og skoðar, og kafar í sögu þjóða.

Nú var förinni heitið til Milanó til að sækja hjólið sem hefur haft vetrardvöl þar. Ég yfirgaf Álftanesið í birtingu, éli og hálku. Hárrétt ákvörðun hjá mér því frá því ég skildi við það , kom heim og til dagsins í dag er búið að vera vetur á Íslandi og ekki mótorhjólafæri.

Sessunautur minn í vélinni til Köben fyrir tilviljun var Hrund Rúdolfsdóttir forstjóri Veritas. Við áttum mjög skemmtilegt spjall en við þekkjumst frá fyrri tíð.

IMG_2234IMG_2236

 

 

 

 

 

 

 

 

Að koma til Kaupmannahafnar finnst mér alltaf eins og að koma heim sérstaklega ef maður hefur verið á langri ferð erlendis. Við vörum búnir að mæla okkur mót ég og Ólafur Einarsson lýtalæknir vinur minn en hann er starfandi þar. Það voru fagnaðarfundir, þessi heimsókn hefur staðið lengi til. Við fengum okkur einn kaldann heim hjá honum í Nyhavn og síðan rauðsprettu að dönskum hætti á næsta veitingahúsi. Við skröfuðum svo mikið að ég gleymdi mér næstum og hljóp yfir Kongens Nytorf og ofan í Metroinn sem fer út á flgvöll. Það tók ekki nema 15 mínútur, og svo fljótur í gengunum vopnaleit. Kom því tímanlega í SAS vélina til Mílanó og var lenntur þar um kl 1900. Ég tók svo bíl til Milanó 3 þar sem Sigurður Sigfússon vinur minn, salfisksali og fljölskylda býr. Það urðu fagnaðar fundir.

IMG_2245

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum út á veitingastað í nágrenninu í snæðing og að sjálfsögðu ítalskur matur og góð vín frá Toscana. Ég var orðinn annsi framlágur eftir allt ferðalagið svo það var auðvelt að sofna. Það hafði ringt undanfarna daga og verið kallt, en nú var spáin fyrir vikuna góð, 20 stig og sól.


Í ferðalok.

IMG_1419

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er búið að vera frábært en erfitt.  BMW 1200 GSAW hjólið stóð sig ákaflega vel.  Þetta er án efa besta ferðahjólið sem til er.  Það er sama hvort það er yfir Kjöl á 90, í krókóttum beygjum fjalla Evrópu eða á hraðbrautum á 130.  Það er ekki gallalaust og sennilega ekki best í neinu en örugglega gott í öllu. Ég er nú búinn að aka meir en 10 þús km. síðan í mars þegar ég fékk hjólið nýtt.  Það verður að líta á þetta sem góða fjárfestingu í áhugamáli og ánægju.  Nú hvílir gripurinn á verkstæði í Milanó og fær yfirhalningu, tilbúið fyrir næstu ferð í vetur eða vor, og svo heim á klakann í vor.

Takk BMW Motorrad, Reykjavik Motor Center /Eyþór Örlygsson, Takk Bláfugl.  

Það hafa margir spurt um bloggslóðina v. ferðar árið 2001 á mótorhjólum, hér er hún: 

 http://coast-to-coast-2001.blog.is/blog/coast-to-coast-2001/ 

adventure

 


Á hraðferð

Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af að keyra mótorhjól á hraðbrautum.  Það er ekki af því tækið ráði ekki við það- það gæti farið fram úr flestum bílum ef því er að skipta.  Ástæðan eru aðstæðurnar sem skapast á mikilli ferð.  Athyglin þarf að vera 100% og það má ekkert út af bera.  Hraðinn og hávaðinn og sviptivindar frá öðrum ökutækjum í kring valda streitu og þreytu. Því ek ég alltaf með eyrnatappa við svona aðstæður.  Hraðbrautir eru reyndar misjafnar, í Sviss eru þær t.d. til fyrirmyndar og einnig í Bandaríkjunum.

 

DSC02203

 

 

 

 

 

 

Ég er haldinn fordómum um hraðbrautir Frakklands.  Ég veit ekki nákvæmlega hvenær þetta byrjaði, en líklega þegar við vinirnir fórum fjórir saman 18 ára gamlir í Evrópuferð á gömlu Fólkswagen “rúgbrauði”, með ferjunni Smyrli sem þá hét og sigldi frá Seyðisfirði til norður Skotlands.  Við enduðum í Frakklandi þó metnaður okkar hefði verið að komast til Ítalíu.  Það er ekki síst vegna þess að að rúgbrauðið var drykkfellt, komst ekki nema á rúmlega 100 og við lentum í tómu tjóni á Frönsku hraðbrautunum. Þannig vorum við stopp lengi í steikjandi hita af því að greiðsluvél við hlið virkaði ekki.  Þetta eru tæp 40 ár síðan.

 

DSC02198

 

 

 

 

 

 

Ég spurði Geirþrúði þegar ég vaknaði fimmtudagsmorgun hvað væri langt til Mílanó.  Hún svaraði um hæl – 850 km, og þú verður að taka hraðbrautir ef þú ætlar ekki að vera meir ein hálfan sólarhring á leiðinni.  Þá var bara að drífa sig af stað, á slaginu 9.  Ég ók um 180 km á fyrsta leggnum út úr Spáni og inn í Frakkland.  Þá byrjaði ballið, mikil umferð hiti og endurteknar biðraðir á vegtollastöðvum, og viti menn, greiðsluvélin tók á 3 stöðum af 10 á leiðinni ekki kortin mín og á einum stað ekki peninga.  Þetta er ekki skemmtilegt í 30 stiga hita með hjálm og í galla og engin til að aðstoða og enginn kunni ensku.  Ég gat smyglað mér með öðrum mótorhjólamönnum sem kölluðu á mig og sýndu mér hvernig fjögur mótorhjól geta leikið einn bíl ef þau ækju saman í takt og einn borgaði.  Hafðu engar áhyggjur sögðu félagar frá Spáni, allar myndvélarnar eru bilaðar.  Það hefur semsagt ekkert breyst á tæpum 40 árum.

Lesendur bloggsins gætu haldið að ég væri fordómafullur gagnvart frökkum, en það er ekki svo, þetta bara er svona.

 

DSC02199DSC02197

 

 

 

 

 

 

Það bjargaði ferðinni sú fallega leið sem ég ók frá Nice til Genóva  Þetta er einn fallegasti vegur sem ég hef ekið, en hættulegur.  Hann er þröngur, hraður allt að 130 km/klst og það skiptast á brýr og göng í sífellu á langri leið.  Blátt miðjarðarhafið sést til hliðar og byggð niður með strönd og upp allar hlíðar.  Ég náði nokkrum myndum sem vonandi gefa lesendum smá hugmynd.


Geirþrúður sagði að við hefðum ekki tíma til að fara til Monaco þó stutt væri ef við ætluðum að vera komin til Milanó f. myrkur.  Ég hef komið þar áður, en langaði til að leyfa Doctornum að taka einn hring á Formúlu 1 brautinni í miðbænum og ná svo sem eins og einni mynd af okkur til að geta montað okkur á blogginu.

DSC02206

 

 

 

 

 

 

Leiðin upp frá Genóva í átt að Milano hefst á hraðbraut, sem klifrar upp fjöllin og fer yfir brýr og inn í göng, um 20 km leið – verkfræðilegt meistaraverk. Það voru ský í fjöllum og súld en 25 stiga hiti.  Upp á hásléttunni var hægt að aka greitt á góðum vegi.  Sólin var að setjast þegar ég renndi út af hraðbrautinni í átt að Milanó 3 þar sem Siggi vinur minn hefur aðsetur.  Ég hafið tekið einn miða við landamærin og afhenti hann nú við útganginn.  27 evrur, en þetta virkar.

 

IMG_1513  

 

 

 

 

 

 

 

Það urðu að sjálfsögðu fagnaðarfundir þegar við Siggi hittumst, og ég kom hjólinu inn í bílskúr.  Ég verð að viðurkenna að ég var orðinn ansi lúinn eftir 11 tíma ferð en stoltur af mér að klára þetta verkefni og finna hvað maður kemst ennþá langt með sjálfan sig ef á reynir.   

Á morgun kem ég hjólinu í vetrargeymslu hjá honum Paulo sem rekur mótorhjólaverkstæði og svo ætlum við bara að njóta helgarinnar saman gömlu félagarnir.


Í gegnum Katalóníu.

 

Pyrenniafjöll eru í norðanverðri Katalóníu.  Katalónía er hérað á Spáni sem lengi hefur verið með sjálstæðistilburði.  Þannig flagga þeir eign flaggi og það hanga víða borðar á húsum “sjálfstæð Katalónía”  Þetta er mjög fallegt landsvæði, há fjöll að norðan og fallegar ávalar hæðir með klettum þegar sunnar og austar dregur í átt að Miðjaraðarhafi.  Íbúarnir eru ákaflega vingjarnlegir og reyna allt sem þeir geta til að skilja mann og greiða götu.

 

DSC02184P1050919

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hélt að Geirþrúður hefði farið eitthvað öfugt fram úr í morgun (miðvikudag).  Ég spurði hana um bestu leiðina austur í átt að Frakklandi og Ítalíu.  Hún stakk þá upp á Costa Brava f. norðan Barcelóna.  Hún hefur eitthvað misskilið tilgang þessarar ferðar og heldur að þetta sé sólarlandaferð.  Viti menn, þegar að var gáð hafði hún rétt fyrir sér, þetta er besta leiðin til að fara ekki aftur sömu leið gegnum fjöllin til Frakklands.

 

DSC02189DSC02191

 

 

 

 

 

 

Það var komið að kveðjustund okkar nafnanna.  Það var nú ekki þannig að við féllumst í faðma og táruðumst heldur stilltum við hjólunum um við veginn á bækistöð okkar til 3ja daga í Castjon de sos.  Við kvöddumst – kinkuðum kolli og lyftum hendi - hann fór í vestur og ég í austur- ég sá hann hverfa í baksýnisspeglinum.  Nú var ég aftur orðinn einn á ferð.

 

Það er gott að ferðast einn en skemmtilegra að ferðast með öðrum, það er þessi sameiginlega upplifun sem er svo ánægjuleg og verður ótæmandi umræðuefni að kveldi.

 

Ég ók krókóttan veg til Temp og síðan Brent meðfram rótum fjallanna – mjög falleg leið.  Síðan Vic – Girona og síðan ákvað Geirþrúður að fara til Roses sem er niður við ströndina en þar fann hun hótel.  Mjög fallegur bær, svona ekta sólarlandastemning og þar var gist á Hótel Casa del Mar – þýðir það ekki húsið við hafið?  Ég dró fram stuttbuxurnar í fyrsta skipti í ferðinni og íhugaði að kaupa mér sandala.

 

IMG_1499

Ég er líka með annan ferðafélaga – Asimo- af kínverskum uppruna sem er lítill þráðlaus hátalari við síma eða tölvu og fyllir herbergi af tónlist. Björn sonur minn keypti hann í Hong Kong og gaf mér – alveg snilldartæki og góður ferðafélagi. Ég hugleiddi að setja á íslensk tregafull ættjarðaarlög en vissi að ég yrði púaður niður af svölunum hér.

 

IMG_1498

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var ansi heitt, byrjaði í 16 gráðum og fór í 31, hér gildir að drekka nóg vökva á svona ferðalagi.

 

IMG_1505

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á morgun austur ströndina gegnum Frakkland – Ítalía kallar.  Ég er vissu um að Geirþrúður vill koma við í Monaco.


Andorra

 

Ég hef alltaf upplifað einhverja dulúð í kringum smáríki í Evrópu.  Andorra  er eitt þeirra og liggur á landamærum Spánar og Frakklands í Pyrenníafjöllum.  Ástæður þessi að þessi ör-ríki hafa haldið velli er bæði pólitískar og efnahagslegar.  Þannig hafa þau verið skattaparadísir, og oft tengiliður stríðandi þjóða í ófriði.  Ríkið er lítið, kannski eins og Reykjanesskaginn og þar búa tæplega 100 þús manns, en það koma fleiri miljónir ferðamanna árlega.

 

DSC02102

 

 

 

 

 

 

 

Lengi hefur mér langað að koma þangað og nú hefur draumurinn ræst.  Við lögðum af stað snemma í fallegu veðri.  Þetta er rúmlega 3ja tíma akstur eftir mjög hlykkjóttum vegi.  Andorra er í djúpum dal, með háum egghvössum fjöllum sem gnæfa yfir.

 

DSC02134

 

 

 

 

 

 

 

Það er öflug landamæragæsla og tolleftirlit í þessu fríríki.  Við biðum í röð á landamærunum í hitanum, og við vorum orðnir ansi sveittir.   Það eru þröngar götur, sem minna á Monaco, og greinilega mikið i.  Dýrir bílar og allar fínustu merkjaverslanir heimsins.  Við ókum aðeins um og stoppuðum á nokkrum stöðum en fórum síðan í stórmarkað og fengum okkur bita.  Það er "siesta" eða hvíld milli 14 og 17 og allar búðir lokaðar, en þetta er svipað fyrirkomulag og á Spáni.

DSC02112

 

 

 

 

DSC02131

 

 

 

 

 

 

 

Við ókum svo heimleiðis aðra leið, gegnum þjóðgarð og nú litu vegirnir í fjallshlíðunum út eins og spagettí í potti, endalausir hlykkir.  Við vorum 10 tíma á ferðinni og orðnir ansi lúnir þegar við komum á bækistöð okkar í Castjon do sos.

  

 

DSC02149DSC02178

 

 

 

 

 

 

 

  

 

DSC02181

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband