Sunnudagur, 14. október 2012
Bland í poka.
Laugardagur 13. október.
Við vöknuðum snemma og fórum í morgunmat undir Pálmatjám. Það var hlýtt og notalegt og alveg stórkostlegt hlaðborð. Það var búið að vera bilirí hjá Sigga hvíta svo hann skipti um hjól. Það var reyndar smá leit að verkstæðinu, en það hafðist og var nær en við héldum.
Við fórum frá Desert Palms um kl 10.30, allt of seinir. Þá fórum suður og vestur og fórum yfir fallegt fjallaskarð áleiðis til Laguna Beach. Það var frábær mótorhjólaleið og mikið af mótorhjólafólki á ferðinni. Kyrrahafið tók á móti okkur með þægilegri mildri golu. Við áðum í Laguna beach með smá bita og menn stóðu á öndinni yfir öllum fallegu bílunum og sumir á gæsinni yfir öllum fallegu konunum. Hér voru greinilega miklir peningar í umferð. Ferðin upp ströndina á US-1 áleiðis að Los Angeles gékk hægt, mikil umferð og mikið að sjá.
Um 5-leytið var ákveðið að skipta um gír, úr hægum rúnti yfir í hraðan brautarakstur. Frá Long Beach var það hraðbraut 405 til Santa Monica. Halldór hafði haft samband við Tryggva arkitekt vin sinn sem býr í Santa Monica og hann var búinn að útvega okkur hótel við ströndina. Við náðum sólsetrinu á Santa Monica beach, það verður að segjast alveg frábær upplifun. Við gistum á Ocean View hótelinu og fórum svo út að borða með Tryggva á The hungry cat, frábærir sjávaréttir og gott hvítvín.
Þreyttir ferðalangar fóru missnemma að sofa, eftir frábæran dag, sem verður að kallast blandi í poka fyrir mótorhjólamenn- hægur bæjar akstur, margar beygjur í háum fjallasal og allt í botni á hraðbraut- bara gaman.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. október 2012
Í eyðimörkinni.
Við fórum í dag föstudag 12.10 í gegnum Mojave Indian Preserve. Það er alger eyðimörk f. sunnan Las Vegas. Það var þungbúið loft sérstakleg aí fjöllunum og það dropaði á okkur um tíma. Hitinn fór lækkandi um tíma svo menn tóku á sig hlýrri föt. Við stoppuðum í miðri eyimörkinni og virtum fyrir okkur kaktusana og fjöllin, og borðuðum djúpur og lakkrís sem Ottó var með enda allir orðnir svangir um miðjan dag. Það var enga besínsstöð að finna lengi og engan matsölustað. Við fórum um tíma á gamla þjóðveginum Route 66 og tókum bensín á fornfánlegri stöð. Síðan suður um fjöllin í eyðimörkinni og það hlýnaði heldur að bænum 29 Palms já er ekki að grínast 24 pálmar takk fyrir. Smá kofaþyrping í eyimörkinni og smá stopp. Fórum síðan áfram suður og vestur og enduðum í bænum Desert Palms og komið myrkur. Fengum inni á Marriot og skelltum okkur á Mortons steikhús-alveg frábærar steikur. Á morgun Los Angeles.
Ferðalög | Breytt 16.10.2012 kl. 06:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. október 2012
Fyrirheitna landið :=))
Komnir til Las Vegas, seint í gærkvöldi/nótt. Allir voru úrvinda af þreytu, og það var beint í bælið. Gistum á Luxor hótelinu sem re risastór glerpýramídi á the strip Vöknðum um kl 8 og beint í risamorgunmat að hætti ameríkana. Fórum síðan í versllunarleiðangur til að kaupaþað allra nauðsynlegasta í Harley Davidson búð. Fórum síðan á mótorhjólaleguna Eagle riders og vorum dágóðastund að koma okkur af stað út úr borginni og suður veg 15 áleiðis á Los Angeles svæðið í gengum Mojave eyðimörkina. Hitinn er þægilegur, rúmlega 20 stig og þurrt. Manskapurinn allur í góðum gír og mikill spenningur í hópnum fyrir því sem koma skal.
Ferðalög | Breytt 16.10.2012 kl. 06:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. október 2012
Seattle að næturlagi
Það voru þreyttir ferðalangar sem lentu í Seattle kl 0100 aðfaranótt 12.október eftir flug frá Keflavík. Ég var svo heppinn að bróðursonur minn Björn Ásbjörnsson var flugmaður og fékk að kíkja frammí á leiðinni. Hér stoppum við í 3 klst og höldum svo áfram með Alaska Air niður til Las Vegas. Við verðum komnir þar kl 23.30 að staðartíma, eða kl. 6.30 á íslenskum tíma. Sennilega verður það fínasta farið úr mönnum, en það eru allir hressir og hlakkar mikið til mótorhjólaferðarinnar sem hefst á morgun, eftir góðan svefn.
Ferðalög | Breytt 16.10.2012 kl. 06:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. október 2012
California dreaming
Þetta er draumur. Ég er samt að vakna upp, það er komið að þessu.
Það er búið að vera í maganum á okkur ( lesist draumur hjá mýkri karlmönnum) nokkrum félögum - í raun í mörg ár að fara saman í ferð á mótorhjólum margir saman um Bandaríkin. Það er reyndar ekki svo að þetta mér ókunnugar slóðir eða ferðarmáti fyrir suma okkar, en aðra ný upplifun. Við þekkjumst allir, þó misvel, með sumum hef ég þreytt þorrann og góuna í drullu og slabbi í enduro á Íslandi, í dual sport ferðum um Ísland og með öðrum í himinhæðum alpanna og hraðbrautum þýskalands.
Mér er þessi ferðamáti og horn heimsins svo sem ekki alveg ókunnur eins og lesa má á blogginu
http://coast-to-coast-2001.blog.is
Nú er ferðinni heitið til Las Vegas þar sem við munum leigja Harley Davidson hjól og fara saman 10 strákar í ferð um suð vesturhluta bandaríkjana í 8 daga.
Á morgun( í dag 11.10.12) er það flug með Flugleiðum til Seattle, 7klst og 20 mín, bið þar í 3 tíma og svo fyrirheitna landið e. 2 tíma til viðbótar - Las Vegas.
Ég vonast til að geta flutt ykkur fréttir jafnóðum af selskapnum, með mydum og hvernig gengur, en fyrir áhugasama þá fylgir hér yfirlitskort af fyrirhugaðri leið.
Ferðafélagar:
Ásgeir Ásgeirsson
Egill Ágústsson
Guðmundur Björnsson
Guðmundur Ragnarsson Leiðangurstjóri
Halldór Bárðarson
Kristmundur Þórisson
Ottó Guðjónsson
Páll K.Pálsson
Sigurður Sigurðsson
Örn Svavarsson
Farskjóttar: Harley Davidson Electra Glide Classic 103 c.i. six speed
Ferðalög | Breytt 17.10.2012 kl. 06:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. ágúst 2012
Vestfjarðarferð með BMW GS félögum-ágúst 2012
Dagur 1. Við fórum 13 félagar af stað í ferð á Vestfirði fimmtudagskvöldið 16. ágúst. Sennilega var þetta einn heitasti dagur sumarsins, en hitnn var 22-23 gráður þegar við Hittumst á N1 í Mosó. Stefnan var tekin á sumarhöll Gulla málara við Bjarkarlund. Í Hvalfjarðargögnum heyrðust miklar drunur þegar KTM 990 með Akropovic pústkerfi, botnaði fram úr lestinni okkar upp norðurhlutann. Það kom síðar í lljós að þetta var leynigestur Gulla, Arnór Pálsson sem fór með okkur Barðaströndina og svo heim með Baldri daginn eftir. Við áðum á Baulu skálanum og síðan tók við vindbarningur á leið á Búðardal og hitastigið féll talsvert. Við Bjarkarlund var töluvert stífur vindur og hitinn kominn í 7-8 gráður. Gulli og Raggi grilluðu kjúkling og báru fram meðlæti. Nokkrir félagar gistu þar inni í bústað eða í tjöldum og aðrir í Bjarkarlundi.
Dagur 2. Veðrið var gott, búið að lygna og birta til. Við tókum morgunmat kl 9 og vorum lagðir af stað um kl 10. Ekið var um Barðaströnd og stoppað á nokkrum stöðum og svo á Rauðasand þar sem við fengum kaffi og vöflu í blíðu og stórkostlegu útsýni. Áfram var haldið á Bíldudal þar sem við gistum á Eagle Fjord Hóteli hjá Jóni Þórðarsyni vert á staðnum. Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir var rennt út í Selárdal og skoðað safn Samúels Jónssonar. Þá var rennt uppi að Uppsölum þar sem Gísli Gíslason bjó lengst af einn og Ómar Ragnarsson gerði landsfrægan. Það var smá brölt og sull upp að bænum. Um kvöldið framreiddi Jón vert fram grillað lamb með öllu þar með talið Toro bernes. Við fengum að sjá Videolistaverk og gjörning um fossinn Dynjanda. Þá tóku við glasalyftingar eitthvað fram á kvöld og nótt hjá sumum.
Dagur 3. Logn sól og hlýtt og Arnarfjörðurinn spegilgljáandi. Mogunatur kl 9 og af stað um kl 10. Við fórum fyrir fjörðin og upp á Dynjandisheiði. Stórbrotið útsýni og blíða. Við fengum kaffi og vöflur á Hrafnseyri og fengum að skilja töskur og dót eftir því nú átti að fara Lokinhamraveg eða Kjaransbraut. Vegurinn er hrikalegur á köflum. Það kom einhver snillingurinn með þá hugmynd að gera videomyndband, kynningu fyrir klúbbin um þessa leið, þannig að við skrögluðumst þetta með mörgum hléum, meðan leikstjórinn Kristján Gíslason gestur aðstoðarleikstjórans Guðmundar Ragnarssonar lagði línurnar með skotin. Þetta verður án efa gaman að sjá síðar. Eftir ævintýralegt fjörubrölt áðum við úti á nesinu í 19 gr. hita sól og logni. Áfram á Þingeyri og sóttum dótið á Hrafnseyri og síðan á Ísafjörð þar sem við gistum á Hótel Eddu. Borðuðum á Tjöruhúsinu um kvöldið, alveg einstakt fiskihlaðborð. Síðan fór hluti hópsins á krá og svo í koju.
Dagur 4. Vöknuðum snemma og flestir voru komnir í morgunat fyri kl 9. Enn sama blíðan. Lögðum af stað upp á Bolafjall og svo Skálavík. Til baka til Ísafjaðar og svo djúpið þar sem áð var við Selslátur og í Ögri þar sem er "bílasafn"- eða þannig, safn af bílum sem flestir eru haugamatur. Við fengum Kaffi og hlaðborð á Hótel Reykjanesi. Hluti hópsins fór áleiðis suður en annar hluti fór áleiðis í Kaldalón og Unaðsdal. Þá gistu þeir sem aldrei fóru suður hjá Erninum á Hrófá ( BMW-félagi Örn Svavarsson). Örn reiddi fram miklar kræsingar og vel valda smurolíu með.
Dagur 5. Vaknað snemma á Hrófá og snætt morgunverðarhlaðborð. Örn bættist nú í hópinn og síðan var ekið upp Strandir alla leið í Ófeigsfjörð með viðkomu í Norðurfirði. Seinnipartinn var haldið áleiðis suður.
Kristján Gíslason tók, leikstýrði, klippti, framleiddi og birti á heimasíðunni sinni myndband úr ferðinni.
Gerið þið svo vel: http://kgisla.nh.is/2012.08.18_BMW_hjolaferd_video.mov
og það eru líka fleiri myndir : http://kgisla.com/Site/2012.08.18_BMW_hjolaferd.html
Ferðalög | Breytt 2.12.2012 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. apríl 2011
Við ferðalok.
Það er mikil og ánægjuleg upplifun en jafnframt erfitt ferðalag að ferðast eins og við gerðum. Það þarf að skipuleggja, skoða og bóka með góðum fyrirvara og velta fyrir sér ýmsum mögueikum. Það var stókostlegt að fá að ferðast með félögum mínum hjá Air Atlanta, og gaman að fá að kynnast starfsemi og starfmönnum félagsins á erlendri grundu. Svona ferðalag er samt dýrt, sérstaklega löngu flugleggirnir og gisting á hótelum í heimsborgum. Reyndar mjög hagstætt í Kuala Lumpur. Við gistum hjá vinum okkar í Ástralíu, og nutum leiðsagnar þeirra sem var óviðjafnanlegt. Þetta er erfitt, en mjög gaman að upplifa eftir að hafa dreymt um þetta ferðalag að hluta til eða öllu leyti í raun frá því ég var smá strákur eftir að hafa sökkt mér í landafræði og mannkynsögu. Að hafa góðan úrræðagóðan, óhræddan og skemmtilegan ferðafélaga eins og Helgu mína er "priceless", annað er hægt að kaupa. Mér finnst ég vera orðin miklu auðmýkri eftir þessa ferð, eftir að hafa séð aðstæður fólks í mörgum heimsálfum. Þegar á daglega amstrið er að keyra yfir mann, loka ég augunum og ímynda ég mig standa berfættur í sandinu á ströndinni í Adelaide, í sólinni, og finna volgan sjóinn leika á milli tánna -þá verður allt gott.
Við höfum það þrátt fyrir allt mjög gott á Íslandi, hér er samfélag á heimsmælikvarða,falleg náttúra,vel menntað duglegt fólk með aðgang að nægri orku og tengslum við alla markaði heimsins. Ég get bara sagt það er gott að láta sig dreyma, en ennþá betra að leyfa sér að lifa þá hverjir sem þeir svo sem eru. Nú er bara að láta sig dreyma um næsta ferðalag á vit hins ókunnna, nú ligg ég upp í sófa og skoða kort og gúggla, því sitjandi heima gerist ekki neitt. Meira síðar - það er plan í gangi.
Ferðalög | Breytt 2.5.2011 kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. apríl 2011
Luxemborg – Álftanes
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. apríl 2011
Kuala Lumpur - Singapore Luxembourg- 40 klst
Það er eitt að gista í borginni Kuala Lumpur og annað að ferðast um Malasíu. Landið er mjög fallegt. Við erum við miðbaug, þannig að hér erum við í stórum dráttum að aka í gengum frumskóg, með bygðarkjörunum á leiðinni. Hann kom um hágdegisbilið bílstjórinn. Við tókum bíl með bílstjóra frá Kuala Lumpur til Singapore. Það borgar sig þegar öllu er á botnin hvolft, þótt flugið sé ekki nema 50 mínútur. Það kostar að komast út á flugvöll, um 1.klst, bíða, fljúga, komast út, og komast aftur til baka í miðborgina. Fyrir sama verið fáum við bílstjóra á um 7 klst ferðalagi um Malasíu, sem stoppar og sýnir okkur það sem áhugvert er. Við stoppuðum í nýju hverfi skammt fyrir utan Kuala Lumpur, kallað Putaraya þar sem öllum opinberum byggingum hefur verið komið fyrir í einu stóru hverfi hönnuðu frá grunni. Fallegt og haganlega fyrir komið, í raun listaverk á köflum.
Þá stoppuðum við í borginni Melaka sem er við hafið og þar stofnuðu Portúgalar nýhlendu á 15. öld. Sum húsin eru enn til staðar, og gamli borgarkjarninn á heimsminjaskrá UNESCO.
Við landamæri Singapore var talsverður erill og löng bið, enda fólk að koma frá vinnu. Það vekur athygli hvað það er ströng landamæra- og tollgæsla, hjá þessum fyrri samherjum, sem eru ein þjóð í tveimur ríkjum, með sitthvoran gjaldmiðil. Þar löng saga sem bílstjórinn sagði okkur frá, en ég var ekki miklu nær. Það virðist ekki þurfa mikið til að bræður deili og berjast um völd og peninga.Singapore sem er tiltölulega lítð svæði, í raun eyja er stórveldi í viðskiptum og það sést á útliti borgar og fólks. Hér er greinilga mikið ríkidæmi á köflum, og spilling að sögn leiðsögumans okkar. Við vorum orðin ansi framlág þegar við komumst á hótel, fegum okkur kínamat, og biðum síðan eftir kalli til að geta hitt áhöfn farskjótta okkar til Evrópu. Það varð talsverð seinkun vegna tæknilegra vandamála, en við áttum að fara af stað um nóttina kl 2 en fórum 8 um um morgunin. Við vorum komin út í vél og gátum lagt okkur en ekki sofið mikið. Flugið til Baku í Azerbajan gekk áfallalaust, og við lenntum þar um kl 2 á staðartíma e. 8 tíma flug. Tveggja tíma stopp til að tanka ferlíkið og landamæravörðurinn í græna búningnum var mættur upp á dekk um leið og var lengi að skoða og stimpla passa. Þetta tók sinn tíma. Ný áhöfn og svo aftur af stað til Luxemborgar í rúma 4 tíma og lenntum þar upp úr kl 5 um eftirmiðdag að staðartíma. Það er óhætt að segja að manni hafi brugðið í brún, ég var enn á stuttbuxunum og kalt rigningaveður ollu ekki hrifningu. Skrítið að koma aftur til Evrópu, hér er mennigin allt önnur og allt í föstu virðuleg formi. Fágun og viðruleiki í stað hávaða,óreiðu,hita og ólyktar í Asíu. Við vorum orðin ansi framlág, en drifum okkur í heppilegan galla og fórum út að borða. Það er vor allt í blóma og tími hvíta asparsins er kominn, algert sælgæti með hollandaise sósu og góðu móselvíni. Það slokknaði fljótt á manni.
Ferðalög | Breytt 2.5.2011 kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. apríl 2011
Kuala Lumpur.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)