Sunnudagur, 9. júní 2013
Reykjavík - Akureyri - The long way round.
Við tókum nú ekki stystu leiðina við nafni. Það var Reykjavík - Hvalfjörður-Dragháls-Skorradalur-Kleppjárnsreykir-Hvítarsíða og svo yfir "fjallveg" yfir í Norðurárdal. Stoppuðum á leiðinni norður í Ólafslundi í Vatnsdal og kíktum á kirkjuna á Þingeyrum. Þaðan fórum við norður á Blöndós og svo Þverárhlíð, Sauðárkrók og norður fyrir Tröllaskaga. Í Flótunum var mikill snjór ennþá. Við fórum síðan inn á Siglufjörð og stopuðu þar í ágætu veðri. Fórum síðan gegnum göngin inn í Héðinsfjörð, það var nú dáldið kalt að norðan. Síðan inn á Akureyri á náttstað. Smá læknisverk fyrir Hjört líklegan vin okkar sem var með 20 útlendinga á mótorhjólum fyrir Biking Viking, kíkti á ökla á einni konu sem hafði snúið sig í andyrinu á Hótel Norðurland. Síðan heim á Grenivelli og góður kjúlli í ofni og smá berjasaft, búnir að vinna fyrir því.
Ferðalög | Breytt 13.6.2013 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. júní 2013
Reykjanes - Reykjavík
Ég verða að viðurkenna að ég svindlaði smávegis - ég fór út á Reykjanes á hjólinu fyrir nokkrum kvöldum síðan og svo héldum við nafni áfram norður laugardaginn 8. júní. Í vikunni áður var nafni minn búinn að skrúfa doctorinn minn í sundur og skipta um olíu á vél drifi og gírkassa og herða og festa allt sem var farið að skrölta- gott að eiga svona góðan mekka, vin og ferðafélaga.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. júní 2013
Reykjanes-Fontur
Það hefur verið í maganum á mér í nokkurn tíma að fara frá Reykjanesi á Font á Langanesi, þvert yfir Ísland á Mótorhjóli. Nú er stundin runnin upp, spáin er góð og vinur minn og ferðafélagi Guðmundur Bjarnason er tilbúinn. Það verður lagt í hann á laugardagsmorgun 8. júní. Ef ég þekki okkur rétt þá tökum við ekki styst leiðina. Farskjóttarnir tvö BMW 1200 GS Adventure standa reiðubúin úti í bílskúr. Þetta verður bara gaman :=))
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. október 2012
Að ferðalokum.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem veldur því að einstaklingur eða hópur stútungs stráka ( eða stelpna ef því er að skipta) leggur land undir fót á mótorhjóli þar sem ferðalagið er eini tilgangurinn.
Ég hef sjálfur farið í margar langar mótorhjólaferðir erlendis á síðustu árum en það sem toppaði það var ferð sem við fórum þrír félagar yfir Bandaríkin árið 2001.
Sjá : http://coast-to-coast-2001.blog.is
Hætturnar eru margar, það er allra veðra von og þetta getur verið streituvaldandi með mikilli vosbúð. Mótorhjólið er einstakt farartæki, það þekkja þeir sem reynt hafa. Það fylgir því alveg sérstök frelsistilfinning að líða áfram á vélfáknum og hafa óhindrað útsýni til allra átta, skynja umhverfið, veðrið, hitastigið og lyktina.
Á Íslandi eru aðstæður einstakar til ferðalaga á malbiki eða möl, en tímabilið stutt, varla nema frá apríl fram til október. Þess vegna er tilvalið að fara erlendis í ferð á mótorhjólum á þessum tíma. Suðurhluti bandaríkjanna og evrópu liggja næst og á báðum þessum stöðum er víða hægt að leigja sér hjól með eða án leiðsögu.
Við leigðum ný Harley Davidson Electra Glide Classic hjól hjá Eagle rider í Las Vegas fyrir rúma 100$ á dag með öllum tryggingum. Þeir eru með starfsstöðvar víða í bandaríkjunum og það er líka hægt að leigja BMW hjól á sumum stöðum. Hægt er að hafa þann hátinn á að leigja hjól á einum stað og skila á öðrum. Þannig er t.d. tilvalið að skella sér Route 66 á Harley í 2 vikur, byrja í Los Angeles og enda í Illinois.
Það er alltaf betra að fara austur til vesturs því þá er sólin meira í bakið og blindar síður, sérstaklega seinnipart dags. Svona ferðalög þurfa töluverðan undirbúning og rétt er að skipuleggja ekki lengri dagleiðir en u.þ.b. 200 mílur ( um 322 km.). Það á að vera einn fararstjóri með alræðisvald án þess að þurfa að afsaka ákvarðanir sínar, en hann skal hafa samráð við ferðafélaga í stoppum, en tekur einn ákvörðun um útfærslu leggja og leiðir ef menn lenda í villum. Það er nauðsynleg að stoppa stuttlega á um eða rúmlega eins tíma fresti og rétta úr sér, með lengri stoppum 2-3 á dag. Hæfilegur ferðatími er kannski 6-7 klst. og gott er að vera kominn á áfangastað milli kl 17 og 18, fyrr ef ekki er búið að finna gistingu.
Gisting er yfirleitt ekkert vandamál að finna og á ekki að þurfa að panta fyrirfram, og oft gott að gera ekki því áætlanir geta breyst. Það á ekki að vera að spenna sig að komast of langt, lenda í myrkri og villum, þá verða slysin. Slysin verða líka ef einhver dregst afturúr og er að reyna að ná hópnum, þá er sprett úr spori og umhverfið ekki metið af yfirvegun eins og alltaf þarf að gera. Ég tel nauðsynlegt að fyrsti og síðasti maður sé með GPS og jafnvel fleiri ef hópurinn er stór. Þeir sem eru með tæki þurfa að slá inn nákvæmlega sömu staðsetningu, sem getur komið sér vel ef hópurinn slitnar í sundur í mikilli umferð. Þeir sem ekki eru með GPS þurfa að hanga með þeim sem eru það, eins og límdir. Það er ekki hægt að reiða sig á farsíma, sambandið er óáriðanlegt og það er mjög dýrt. Þá eru þeir sem eru villtir oft ekki með á hreinu hvar þeir eru og ókunnugleiki gerir þeim óhægt um vik að lýsa aðstæðum.
Harley Davidson hjólin eru sérstök, og einstök. Þetta eru ekki bestu aksturshjól í heimi eða öruggust, en þau henta vel í þetta verkefni. Það fylgir því líka mikil nostalgia að aka um á svona fák og titringurinn og hljóðið eru to die for. Ef ég væri að fara mikið snúna fjallvegi myndi ég velja BMW hjól sem hafa mun betri aksturseigileika. En þetta eru trúarbrögð, og það er erfitt að snúa múslimum til kristni. Tilfinningin að svona ferð lokinni ? Hún er einstök, hún er þreytt, sólbrennd, aum í herðum, gleði í hjarta og ég hef eignast marga nýja góða vini til lífstíðar. Svo er það skrifstofan á mánudagsmorgun kl 8 að takast á við skjalabunkana og reikningana, ég veit að brosið verður áfram stirðnað á mér þetta er bara gaman og svo er að láta sig dreyma um næstu ferð ,ég á ekki eftir að taka eftir vetrinum það verður bara sól í hjarta.
Þeir sem áhuga hafa á frekari ráðleggingum með svona ferðir er velkomið að hafa samband : gb.medx@gmail.comFerðalög | Breytt 29.11.2012 kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. október 2012
Úr Dauðadal í borg syndanna.
Við fengum ágætis gistingu í Dauðadalnum á Furnace Creek. Þetta er eins og vin í eyðimörkinni. Hitinn í morgun í ljósaskiptunum var rúmar 20 gráður. Við skelltum okkur í sund í ljósaskiptunum og laugin var vel volg. Við vorum komir af stað upp úr kl 8 og héldum í austur. Morgunsólin var heit, og mér fannst um tíma eins og ég væri á Hólasandi eða á leiðinni yfir Lyngdalsheiði.
Við áðum á Death Valley junction á fylkismörkum Kaliforníu og Nevada. Þetta er alger eyðimörk, allt þurrt ,heitt, upplituð hús og úrsérgengin landbúnaðartæki. Vð fundum ágætis diner, kannski ekki háklassa staður, en svona upprunalegur, frumstæður, amerískur úti í eyðimörk staður.
Eftir beikon og egg er hægt að aka 100 mílur án þess að stoppa, en það voru ekki nema 70 til borgar syndanna Las Vegas. Hún birtist í eyðimörkinni eins og New York hafi dottið þar niður utan úr himingeimnum. Það var talsverð umferð, og við komum við í BMW mótorhjólabúðinni svo þeir sem þess þurftu gætu svala fíkn sinni og keypt smá græjur og aukahluti. Það gekk vel að skila hjólunum, við vorum þar um hádegi og vorum komnir á Luxor hótelið um kl 13. Svo tók við búðarráp, sumir voru ansi lengi inni í Macy´s en aðrir gátu linað þjáningarnar á meðan við annað. Við kíktum á The strip og inn á Bellagio hótelið. Þessu verður ekki lýst, menn þurfa bara að fara á staðinn eða gúggla það. Síaðasta kvöldmáltíðin var á steikarstaðunm Gallagher, sem framreiddi stórar steikur að Amerískum hætti. Á morgun laugardag, vaknað kl 05 og út á flugvöll fyrir langa ferð heim á Frón, það verður gott að koma heim.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. október 2012
Sjónræn veisla í bakarofni.
Yosimite þjóðgarðurinn er undurfagur í morgunsárið. Ég var kominn út um kl 6 eftir kalda nótt í tjaldinu. Það var nú ekki frítt internet þar, en ég komst í nettengingu úti á svölum á veitinghúsinu sem var lokað. Þar settist ég í myrkrinu og byrjaði að blogga og áttaði mig þá á því að það var um 10 gráðu hiti. Það birtir á örskotsstun, og þegar ég leit upp af skriftunum var komin morgunskíma og skömmu seinna orðið bjart. Morgunsólin baðaði risaháa klettana sem héngu yfir dalnum. Menn tíndust út einn af öðrum og við náðum í kaffidreitil, reyndar ekki yfir opnu eldstæði. Við ókum af stað upp úr kl 8 á nokkra útsýnisstaði og svo áfram gegnum skóginn upp á fjall og í um 10 þús feta hæð ( 3 km.)
Við fórum út úr þjóðgarðinum og útsýnið var allan tímann stórkostlegt. Niður í Sierra Nevada og áðum þar við vegamót 395. Við héldum síðan áfram suður og nú var farið að hitna í kolunum, hitinn fór í 30 gráður og fór hækkandi í bakandi sólinni. 4 félagar sem menn kölluðu ýmist strokugengið eða órólegu deildina vildu fara til Las Vegas beint styttri leið en við hinir gengum Dauðadalinn. Þeir vita ekki af hverju þeir misstu fyrr enn þeir fara þessa leið sjálfir.
Við áðum í Lone Pine gömlum kúrekabæ og síðan ókum við inn í Dauðadalinn, hitinn fór hækkandi og fór yfir 40 stig. Útsýninu er ekki hægt að lýsa, ég vona að myndirnar sýni það.
Við vorum orðnir ansi sveittir og framlágir þegar við ókum inn á Furnace Creek Inn þar sem við fengum gistinu. Sá kaldi hefur sjaldan bragðast betur. Lystin var lítil en stemmningin góð, skelltum okkur í laugina af því það var vatnslaust, fengum smá hanastél á bakann í myrkrinu og við sátum úti í kvöldhúminu með góðan viðgjörnin og sögðum mótorhjólasögur.
Á morgun snemma, áður en það verður of heitt, til Las Vegas, komir þangað á hádegi til að skila hjólunum og undirbúa heimferð.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. október 2012
Á síðustu dropunum á leið í gin bjarna.
Svona ferðalag tekur á menn, þeir voru þreyttir drengirnir í morgun ( miðvikudag 17.10). Við ókum af stað frá Healdsburg rúmlega 8 eftir léttan morgunmat og það var hlýtt og bjart. Við ákváðum að hlýða ekki frú Garmin sem vildi senda okkur langleiðina til San Fransisco í morgun umferðinni. Við ákváðum í staðin að taka sveitavegi í gengum Soneoma hérað , suður fyrir Sacramento og svo veg 12 áleiðis í Yosemite þjóðgarðinn. Það var mjög fallegt útsýni, litlir bæir, vínhéruð og búgarðar. Við áðum stutt nokkrum sinnum á leiðinni til að hvíla okkur og smá viðgerðir.
Við tókum hádegishlé San Andreas, smá pizza og svo áfram. Það var farið að hlýna talsvert þegar leið á daginn. Smán tóku hæðir og hólar og barrskógur og útsýnið var stórkostlegt. Á leiðinni upp í fjöllin fórum við snúin brattan fjallaveg á síðustu dropunum. Skömmu áður en við komust upp í um 4000 feta hæð þar sem var bensínstöð voru sum hjólin farin að hósta. Það mun vera eitthvert sparkerfi til að drýgja síðustu dropana í tanknum. Á bensínstöð komust við hátt uppi fjallasal og menn voru fegnir að komast áfram. Við tók stórkostleg mótorhjólaleið áleiðis í Yosemite þjóðgarðinn, það voru ávalar beygjur, hæðir og hólar og barrskógur sem hékk yfir okkur. Það er óhætt að segja að þetta var hin mesta veisla fyrir okkur fíklanna.
Við innganginn í þjóðarrðin borgðuðum við 10$ á mann og héldum áfram. Hér er allt mjög fallegt, hreint og fínt og sérstaklega umhverfisvænt. Við tók enistök fjallasýn sem eftirmiðdagsólin lýsti upp fyrir okkur.
Þá var það að finna gistingu- já sæll, allt fullt alstaðar, og við enduðum að gista í tjöldum, já tjöldum, og það á svæði sem er hugsað fyrir umhverfisvæn ferðamenn. Hér voru mjög stífar reglur, það mátti ekki nota sápu og snyrtiefni nema á sérsvæði þar sem voru sameiginlegar sturtur o.sv.fv. Við létum þetta ekki á okkur fá og skelltum okkur með strætó á veitingastað, sem minnir nú frekar á mötuneyti í fyrirtæki, en það dugði fínt. Þreyttir og sælir eftir einn besta hjóladag allra tíma sögðu allir, stjörnubjart í myrkrinu og engin lýsing á svæðinu, lögðumst við til hvílu -og þá kom vörðurinn ! Það eru bjarndýr hér á sveimi í skóginum, og um daginn brutu þeir upp og átu innihaldið í einum bíl þar sem ferðamenn höfðu gleymt matarpoka í skottinu. Já - hvað á læknirinn að gera í þessum aðstæðum- jú í töskun og deila út sventöflum á drengina. Vonandi sofa allir rótt því á morgun er erfið ferð gegnum fjöllin og eyðimörkina í Dauðadalinn þar sem við ætlum að gista.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. október 2012
Haust í Hnappadal.
Við vöknuðum snemma í Sauselito. Fengum ágætis gistingu á Wood inn. Það var lagt í hann og farið norður á vegi 101 áleiðis til Sonoma og til Healdsburg. Það var hlý morgungola og frekar hröð keyrsla í norður. Hópurinn er orðinn eins og einn maður, við sniglumst eins og slanga á hraðbrautinni og allir passa hvern annan. Ragnarsson farastjóri leiðir hópinn og hefur staðið sig eins og hetja. Við vorum komir þangað um kl 12.30 og skráðum okkur inn á H2 hótelið, sem er nútímalegt hótel í litlum bæ.
Það var athyglisverrt að sjá að við höfum nú farið um 700 km norður á vesturströndinni í norður og allt í einu var komið haust, laufin að byrja að verða brún og falla. Við gerðum okkur klára til að fara í vínkynninguna sem Egill hafði skipulagt á Bonterra vínbúgarðinum. Takk Egill- áveg frábært framtak. Við fengum 10 manna límósínu sem var stjórnað af Leslie sem er kona af íslenskum ættum, en afi hennar Gunnar Erlingsson og amma fluttu til N-Dakóta í byrjun síðustu aldar.
Hún talaði enga íslensku, nema einhverjar setningar sem mamma hennar hafði tuðað yfir börnunum þegar hún var lítil. Þetta var um 45 mín akstur og við fórum inn í fallegan fjallasal í vínhéraðinu Napa (Hnappadal eins og Egill segir) og Sonoma. Á móti okkur tóku Joel og hans starfsfólk. Það var byrjað á léttum hádegisverði með hvítvíni úti í garði. Það er óhætt að segja að umhverfið var einstakt eins og ég vona að myndirnar munu lýsa stemningunni.
Þarna sátum við 10 íslenskir strákar úti á hlaði undir sólhlífum í skóginum í N-kaliforníu, í hádeginu á þriðjudegi í október, 25 gr. hiti og fengum léttan hádegisverð afar heilsusamlegan ásamt hvítvíni frá búgarðinum. Eftir langa slaka hádegisstund undir borðum röltum við með Greg Cobart Vineyard manager um svæðið. Myndirnar verða bara að lýsa þessu.
Þarna eru menn með mjög vistvæna hugsun og ástríðu til að búa til góð vín. Vínsérfræðingurinn Dennis bauð okkur síðan upp á smökkun á 6 tegundum af hvítu og rauðu.
Leslie ók okkur síðan heim á hótel og við dáðumst að Hnappadal í haustlitunum. H2 hótelið er mjög nútímalegt og það var huggulegt að sitja í móttökunni og á barnum með allt opið út á götu. Örninn var sendur út af örkinni til að finna veitinagstað og það tókst honum vel úr hendi, við fengum frábæran mat og vín úr héraði á Charcuteri. Svo er það bara bólið því það er hörkuvinna að vera í mótorhjólferð, það reynir meira á sál og líkama en fólk heldur, og er bara fyrir alvöru karlmenn, og reyndar alvörukonur líka ef því er að skipta.
Á morgun - Yosimite þjóðgarðurinn, eftir léttan en langann morgunsprett á Harley í blíðunni.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 16. október 2012
Á slóð fiðrildanna.
Við vöknuðum snemma, enda voru menn komnir snemma í háttinn kvöldið áður. Það var tekinn morgunmatur á local dinernum "The rock and roll diner" á slaginu kl. 8. Þetta eru tveir járnbrautarvagnar sem búið er að breyta í matsölustað í bænum Oceana. Það var náttúrulega beikon og egg og sveitt sýrópsbrauð með kanil.
Við ókum síðan af stað US 1 og áleiðis að "Big Sur". Það var útýnisveisla í allan dag. Komum að bænum San Simeon. Þar er hinn frægi Hearst kastali liggur hátt í hlíðum fjallsins þar sem að týndi íslendingur í sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar vann alla sína ævi. Þetta getið þið lesið um í ágætri skálsögu hans. Kastalinn var reistur af blaðakóngnum W.Randolph Hearst á 270 þúsund ekrum lands. VIð sáum þetta með eigin augum og menn voru agndofa.
Áfram héldum við og þá tók við stókostlegt sjónarspil Big Sur. Meðfram Kyrrahafinu á vinstri og háum fjöllu á hægri. Vegurinn sniglaðist um þetta landslag. Mér fannst mér stundum ég vera í Grafningnum, og stundum í skriðum við Siglunes, og það sló fyrir tilfinningu að vera fyrir austan á annesjum í þokunni þegar hún læddist inn. Þetta er engu líkt, veisla fyrir mótohjólamenn, margar snúnar beygjur og fallegt landslag. Hitabreytingin var með ólíkindum við vorum stundum í 28 gr. hita og svo niður í 15 gráður, fór allt eftir því hvar við vorum.
Síðan áfram Carmel, þar sem við tönkuðum, hittum reyndar ekki íslandsvininn og bæjarstórann Clint Eastwood. Áfram blandaður kafli í um 2 tíma. Við gerum sagt að þetta hafi byrjað í léttum árstíðum Vivaldi, farið yfir í menúett og síðan í hægan tangó og síðan hraðan. Sveitavegir, landsvegir, hraðbraut og miklil umferð. Frábær farastjórn Guðmundar Ragnarssonar með aðstoð frú Garmin í bönduðu fjölbreyttu landslagi, sem endaði til San Fransico, yfir "Golden gate" og til Sauselito. VIð stoppuðum eftir rúma 2 tíma og 120 mílur án hvíldar fyrir utan heimili konu sem var að vökva garðinn sinn. Fyrir henni var þetta eins og innrás, 10 karlar á Harley sem stoppuðu við póstkassann hennar sveittir og þreyttir. Hún tók okkur tali, og ég get sagt, að það eina sem ég heyrði, var " How come all the hansome men in the world stop in the front of my house on a monday evening- I must be blessed " Eftir gott spjall, leiðbeindi hún okkur með gistingu og við gistum á " The Woods inn". við höfnina. Það var snarl á ítölskum og kannski "smá" kokteill og svo ZZZZZZZZZZZZ.
Egill ferðafélagi okkar fékk 30 ára gamlan draum sinn uppfylltan að aka yfir brúnna á Harley- Yess ! Á morgun Napa Valley -Sonoma, fyrirhuguð vínsmökkun og fleira.
Ferðalög | Breytt 17.10.2012 kl. 06:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. október 2012
Í Sveitinni
Við vöknuðum snemma og vorum komir af stað upp úr kl 8. Það var fallegt á Santa Monica Beach, sunnudags morgun og margir komnir út, að skokka, hjóla eða á línuskautum. Rjómablíða, sól, þurrt og næstum 20 stiga hiti. Við héldum út úr LA og fórum gegnum Malibu og áleiðis til Santa Barbara.
Meiningin hafði verið hjá bjartsýnustu mönnum að taka fara í morgunmat snemma við ströndina. Það varð nú eiginlega að brunch/lunch í Santa Barbara, leiðin var löng og við þurftum að tanka á leiðinni og allir orðnir mjög svangir.
Fengum fínasta mat á Fish house við höfnina. Við lögðum af stað upp úr kl 13. Einvherjum snillingnum datt í hug að við þyrftum að kíkja í "Best Buy" sem er svona græjubúð fyrir stráka eitthvað svipað og ELKO. Þá hófst leitin, við hringsóluðum um næsta bæ Goleta, í leit sem frú Garmin hafði gefið upp. Það var farið að hitna, um 28 gráður og menn sveittir þegar við fundum loks búðina eftir talsvert hringsól. Þá hófst bið eftir verstu græjufíklunum sem þurftu að svala fýsn sinni. Út komu nokkur GPS tæki og eitthvað fleira dót.
Nú var farið að líða á daginn og bjartsýnustu menn sem ætluðu til San Simione fóru nú að fá skeifu. Við brunuðum eftir hraðbrautinni 101 north, sem liggur meðfram ströndinni, alveg einstakt útsýni. Það voru stöðugar hitasveiflur, kallt loft frá Kyrrahafinu og heitt loft, nánast hnúkaþeyr ofan af eyðimörkinni til skiptis. Sumir héldu að hjólin væru að bræða úr sér þegar hittin kom, en aðrir héldu að þeir væru komnir á beytingaskeiðið, heitt, kallt , heitt, kallt, svitakóf, hrollur. Menn sprettu dáldið úr spori enda vegurinn greiðfær.
Við vorum búnir að ákveða að stoppa í bænum Solvang, sem danskir innflytjendur komu á laggirnar fyrir rúmum 100 árum. Það var eins og að koma á Jótland, lágreistar bygginar með stráþaki og storkar á þökum. Ekki spillti ekta danskt bakarí með vínarbrauðum, þar sem við fengum okkur kaffi.
Leiðangurstjórinn bauð okkur síðan upp á margra átta sveiflu í boði frú Garmin og áleiðis komust við á ströndina eftir að hafa tankað úti í sveit. Fórum frábæra sveitaleið, veisla fyrir mótorhjólamenn og sólin seig á meðan ofan í Kyrrahafið. Við enduðum síðan í að gista á ágætis móteli í bænum Oceana við ströndina, allir saman í 5 herbergjum með hjólin fyrir utan. Það vorum glaðir ferðalangar sem fengur sér Jack og Ginger á happy hour fyrir utan dyrna
í kvöldhúminu og síðan kvöldmat á mexíkönskum stað hinu meginn við götuna. Stemningin í hópnum er alveg frábær, og okkur hlakkar til að takast á við "The big Sur" á morgun
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)