Færsluflokkur: Ferðalög

Luxembourgh - Bastonge - Liege Föstudagur 10 apríl 2015- 165 km.

IMG_2779

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var búinn að lofa honum föður mínum heitnum Birni Guðmundssyni að ef ég væri einhverntíman nálægt bænum Bastonge á landamærum Luxembourgar og Belgíu að ég myndi koma þar við. Hann vara mikill söguáhugamaður og sérstaklega fróður um atburði seinni heimstyrjaldarinnar. Við Bastonge var háð einhver frægasta orusta seinni heimstyrjaldar um jólaleytið 1944 þegar þjóðverjar gerðu örvæntingafula tilraun til að snúa vörn í sókn. Þetta hefur verið nefnt “the battle of the bulge” Þannig er það ófáar minnigarnar þar sem hann var að lýsa atburðum af slíkri innlifun að maður var alveg dolfallin. Nú er ég hér í nágrenninu og ók því frá Lux til Bastonge og þræddi eiginlega Lux og Belgísku landamærin. Munurinn á þessum þjóðum er ótrúlega mikill, þannig sá maður á götum húsm og bílum hvenær hvoru meginn maður var, allt miklu snyrtilegra í Luxembourgh. Á torginu í Baston er skriðdreki sem er minnismerki um orustuna, og að sjálfsögðu var það myndað eftir að ég hafði fengið mér kaffi.

IMG_2780

IMG_2782

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hélt svo áfram til Liege og út á flugvöll til Icelandair Cargo þar sem Manfred Lauf tók á móti mér. Einstaklega viðfeldinn maður með mikla þjónustulund. Ég klappaði doctornum á stæðinu og þakkaði fyri mig, tók Geirþrúði af og setti niður, hún er búin að standa sig vel. Eftir að pappírsvinnu var lokið fór ég út og hjálpaði starfsmönnum að koma hjólinu fyrir á sérstöku bretti sem Eyþór í RMC lánaði mér og var sent út. Inn í vöruhúsið og þá sérstök athöfn þegar sprengjuleitarhudur sniffað af hjólinu, þetta er skylda og kostar 0.25 evrur á kíló aukalega. Ég tók svo leigubíl inn í miðbæ og leigði mér lítinn Opel og fór til Maastricht þar sem ég ætla að gista fram á sunnudag, en þá fæ ég og hjólið far til KEF.

Maastricht kemur á óvart, falleg borg og ekki spillti veðrið, yfir 20 stig í kvöldsólinni. Það var notalegt að sitja úti með einn kaldann að loknu löngu ferðalagi og íhuga málin.


Toloun - Luxembourgh fimmtudagur 7. apríl 2015 - 894 km.

 IMG_2635

 

 

 

 

 

 

 

Við komum kl. rúmlega 7 í höfn í Toloun sem er rétt vestan við Marsilles í mjög fallegu veðri, sólin að koma upp og himininn heiður og blár. Við rúlluðum út úr ferjunni og inn í miðbæ, en nú var komið að kveðjustund, Gulli ætlaði aftur til Antibbe við Cannes, og ég stefndi norður í átt að Liege í Belgíu.

 

IMG_1438

 

 

 

 

 

 

 

Svo hófst aksturinn, allt Frakklandi suður til norðurs á einum degi. Þetta gekk svo sem ágætlega á Autorútunni, ég var með eiyrnatappa og lág á 110-130 og stoppaði á rúmlega klst fresti smá stund. Kjöraðstæður, sól, heiður himinn, logn, en dáldið kalt framan af, en fór í 23 þegar ég renndi inn í Lux um kl 1800. Ég fékk fínt hótel á góðu verði, og skellti mér svo á torgið til að fá mér skinku og bjór að hætti heimamanna. Ég verð að viðurkenna að ég var alveg uppgefinn kl 10.

IMG_2648


Calvi - Ajaccio â Korsíka Miðvikudagurinn 6. apríl 2015 - 219 km.

IMG_2619IMG_2606
 

 

 

 

 

 

 

 

Korsíka kemur sannarlega á óvart. Það má segja að við eigilega orðnir fullsaddir á öllum snúnum þröngu vegunum og ákváðum að taka veg sem liggur norður frá Calvi og svo suður um miðja eyjuna milli fjallana. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Hér ókum við fyrst um fallega strönd og síðan í háum fjallasal með snæviþöktum tinndum. Hitinn skreið upp smám saman og náði um 16 gráðum. Við áðum í Corti sem er í fjöllunum, þetta gæti alveg verið bær í ölpunum, þannig er útlitið.

 

IMG_2621

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2627

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vildum vera tímanlega í Ajaccio til að fá miðana í ferjuna um kvöldið, minnugir tafanna í Palermo. Það gekk eins og í sögu, svo við settum okkur út á bátahöfn, fengum okkur svaladrykk í sólinni og fylgdumst með mannlífinu. Þar hittum við ung hjón, hún sænskur líbani en hann kanadískur negri, búsett í Svíþjóð. Hún er alin þar upp en hann var það í námi í stjórnmálafræði og þau voru komin með tvö lítil börn. Littli Lewis, kannski 2ja ára hafði mikinn áhuga á mótorhjólunum og þótti okkur sannast hið fornkveðna “munurinn á mönnum og drengjum er verðið á leikföngum þeirra. Það var falleg sigling út úr Ajaccio, og lyngt í sjóinn alla nóttina.


Prorpriano-Calvi, þriðjudagur 7.apríl 2015-231 km

IMG_3544IMG_2579

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er búinn að fara margar fallegar leiðir á mótorhjóli í gengum tíðina. Minnistæðar eru skörðin í frönsku ölpunum, Pyrenníafjöllin, Blue ridge parkway í bandaríkjunum og svo mætti lengi telja. Í dag ókum við einhverja mögnuðust leið sem ég hef farið, og í góðu veðri. Leiðin liggur á vesturströnd Korsíku, mjög krókótt alveg við ströndina, víðast í klettunum og náttúrufegurð er einstök. Rauðleitir sundurskornir klettarnir fara saman við lágan grænan gróðurinn. Djúpblágrænt hafið liðast inn í víkur og voga langt fyrir neðan. Þetta var alveg einstakt. Við áðum í littlu þorpin niður við sjóinn og þar var veitingahús og bryggja.

IMG_2580

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_3552

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum orðnir ansi þreyttir, eiginlega saddir á mótorhjólakstri þegar við komum inn í Calvi og fundum ágætis gistingu í miðbænum með geymslu fyrir hjólin. Við röltum um bæinn, en það var frekar kalt og brugðum okkur því inn á ágætan sjávarréttastað við höfnina, kræklingur og smá hvítvínstár. Höfnin er mjög falleg með há fjöllin gnæfa fyrir bænum hinu meginn í við fjörðinn með snjó í toppum.

Á morgun suður til Ajaccio gegnum fjöllin á miðri eyjunni. Við ætlum að skoða okkur dáldið um þar. Við eigum næturferju um kvöldið þaðan til Toulone í Frakklandi.

IMG_3556


Olibia Sardinína - Propriano Korsíka mánudagur 4 apríl 2015 - 137 km.

 

IMG_3466

 

 

 

 

 

 

 

Sardinía kemur á óvart. Þetta er hluti af ítalíu, en hér er allt miklu hreinna, húsin vel máluð og ekki þessi óðagángur og ringulreið á fólki. Við fórum austur og norðurströndina í fallegu björtu veðri, um 15 gráður og dállítill norðaustan strekkingur. Fengum okkur morgunkaffi í littlum bæ við höfn þar sem fjöldi af siglingaskútum lágu bundnar. Nú far það kaffi Lungo, sem er svona eins og okkar venjulegi sopi.

IMG_3462

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum komnir á ferjustaðinn Santa Teresa da Lura, um upp úr hádegi. Þetta er fallegur bær, allt vel málað og snyrtilegt. Við sátum á torginu í rokinu, fengur okkur kaffi og bita, minnti okkur aðeins á Austurvöll snemmsumars, þegar fólk er að berjast við að reyna að fá sér kaffi utandyra. Fundum svo ferjulægið en það mátti ekki byrja að versla miða fyrr en kl 14.30, svo við biðum. Skyndilega kom stór hópur af Harley hjólum, en þar voru Korsíska HD félagið á leið úr páskaferð. Þau heilsuðu okkur öll með virktum og fór vel á með okkur. Ferjan lagði af stað um kl. 15, það var rok og alda og við stóðum út á dekki. Ferðin tók um 40 mínútur. Aðkoman að

IMG_3515IMG_3476

 

 

 

 

 

 

 

Korsíku er mjög falleg, og við sigldum inn í höfn sem er nánast í langri mjórri vík sem leiðir inn í fallegan bæ með báthöfn. Það var nokkuð liðið á daginn en farið að lygna og hitinn um 16 gráður. Við keyrðum því í um 1 klst upp vesturströndina til Proprirano sem er lítill ferðamannabær við sjóinn. Leiðin minnti okkur dáldið á Þingvelli, lágir runnar, lág fjöll, og vatn. Skemmtilegur krókóttur mótorhjólavegur.

Fórum á svona ekta franskann stað, og fengum ansi gott í gogginn.  Hér er fólkið og andrúmsloftið öðruvísi og betra en þar sem við höfum farið, kannski líkt og á Sardiníu, við höldum að þetta sé vegna þeir eru eyjaskeggjar eins og við.


Cagliari - Olbia, Sardinía. Páskadagur 5. apríl 2015 -321 km.

 

IMG_3429

 

 

 

 

 

 

 

Það var ræs kl. 6 í öllu hátalarakerfinu í ferjunni. Á fætur og úr á dekk, svalt en fallegt veður. Við fylgdumst með lóðsinum koma skipinu að og svo var bara að drífa sig niður í gallan, gera hjólin klár og aka út. Við fórum frá Cagliari í vestur og það gerði á okkur fyrstu alvöru skúrina í ferðinni. Það var einginn spurning, í regngallana sem við vorum í allan daginn. Við náðum kaffi og corssant á kaffihúsi í sveitinni en það var mikið lokað í dag. Við fórum síðan austurströndina og upp í fjöll upp í 1050 m. hæð og þá datt hitinn niður í 6 gr.

IMG_2364

IMG_2552

 

 

 

 

 

 

 

 

Korsíka er falleg eyja, dáldið lík Íslandi á margan hátt, og fókið er öðruvísi en annarstaðar á Ítalíu. Hér er allt snyrtilegra og fólkið vinalegra. Það rigndi á okkur tvær góðar skúrir, og við vorum feignir að komast inn á hótel hér í Oliba á norðurhluta eyjarinnar. Þetta er fallegur bær, svona ekta sumarleyfistaður sem virðist í fyrstu hálfeyðilegur í svala og gráa loftinu en síðan sprettur fólkið fram og öll veitingahús í göngugötunni fyllast af lífi. Við gengum um bæinn og þetta er staður sem við vorum sammála um að væri gaman að koma á að sumarlagi. Þreyttir ferðalangar lögðu sig snemma. Á morgun Korsíka, spáin er svöl en líklega þurr. Langtímaspáin fyrir mig norður Frakkland til Belgíu á leið heim á fimmtudag og föstudag lítur vel út.

Ég er svona að byrja að undirbúa mig undir það andlega, þetta verða líklega 1200 km. Klára það, en er að velta fyrir mér góðum stað að gista á leiðinni.


Gela - Palermo Sikiley Laugardagur 4.apríl 2015 - 219 km.

 

IMG_3376

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum snemma á fótum og röltum yfir í næstu götu í bílskúrinn til að sækja hjólin. ókum svo af stað í vestur suðurströnd Sikileyjar og síðan yfir fjöllin í átt að Palermo. Við áðum og fengum okkur kaffi “americano” og crossant á leiðinn í littlum bæ. Það varð nokkuð kalt efst upp en hlýnaði á leið niður að Palermo og fór yfir 20 stig.

IMG_2350

 

 

 

 

 

 

 

Palermo er falleg borg og kemur á óvart, keyrðum einn hring, stoppuðum í miðborginni og settumst á kaffihús.

IMG_3391

 

 

 

 

 

 

 

Ferjan átti að leggja af stað kl. 19.30 og við vorum mættur á höfnina um kl 17. Eins og við var að búast er alltaf eitthvað vesen, eins og kom í ljós, við áttum pantað en vorum ekki með réttu miðana ,en þá hafði ég prentað út fyrir 2 mánuðum. Nú var það hlaup á skrifstofuna hinu megin á hafnasvæðinu og biðröð, en þetta gekk. Ferjan er svona eins og Herjólfur á sterum, risastór fólks og bílaferja, sem tengir Sardiníu við meginland Ítalíu.

IMG_2352IMG_2354

 

 

 

 

 

 

 

Við höfum nú séð huggulegra umhverfi í farþegaskipum, en fegnum ágætis klefa. Fórum upp á dekk og sáum sólarlagið þegar við sigldum út. Þreyttir fórum við að fá okkur bita og vorum sofnaðir snemma því það var ræs kl 6 morgunin eftir fyrir komu til Cagliari á Sardiníu kl 7.


Marinella - Gela Sikiley Föstudagur 3. apríl 2015 - 336 km.

 

IMG_3373

 

 

 

 

 

 

 

 

Við finnum fyrir því að við erum aðeins farnir að þreytast. Það er reyndar ekkert skrítið, við vöknum snemma, hjólum allan daginn, stoppum oft og erum að koma okkur í gistingu þegar hallar að kvöldmat þó við höfum pantað hana fyrr um daginn. Mótorhjólaakstur við þessar aðstæður reynir á , meira en marga grunar, ekki bara líkamlega heldur andlega. Mér finnst eftir að við komum hér sunnar á Ítalíu þetta jafnvel verða verra. Það er sennilega umferðin og hraðinn á öllum. Við þurfum sífellt að vera á varðbergi. Svo er það hitinn, við erum komnir langt suður á Miðjarðarhafssvæðið og Afríka er hinu meginn við hafið.

Við fengum okkur léttan bita, og af stað, náðum í hjólin niður á verkstæðinu í kjallarannum og héldum af stað. Við vorum búnir að ákveða að skella okkur yfir eitt fjall svona í “morgunverð” og það var mjög falleg hlykkjótt leið sem snúnum þröngum vegum. Fórum í gegnum nokkra littla bæi og komumst á bensínstöð þvottaaðstöðu með háþrýstisprautu og fötu og að þvo hjólin. Þau voru orðin hálfóhrjárleg, rykug og skítug, sérstaklega eftir að við höfðum farið gegnum vegafræmkvæmdir á leiðinni niður á “tánna”. Við skelltum okkkur svo inn á Autoströduna niður á “storutá” en það er ferjubærinn yfir til Messina á Sikiley. Við rétt misstum af ferju en tókum næstu sem fór 40 mín síðar og var um 20 mín yfir. Nutum útsýnisis á leiðinni með kaffi americano 8 vehjulegt kaffi) og panini brauðs með salami.IMG_3356

IMG_3354

IMG_3359

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vörum drjúga stund að komast út úr Messina og tókum fjöfarin veg úr úr borginni, ætluðum að taka ströndina en viltumst og enduðum einginlega inn í henni aftur. Þá tókum við Autoströduna niður til Toarmina sem er mjög fallegur sumarleyfisstaður við ströndina. Minnti dáldið á Amalfi. Við fengum okkur þar hádegismat, Lasanga að hætti heimamanna og espresso og héldum so áfram krókóttan veg niður til Catania, sem er stór og ófríð borg, með miklum ryki og hávaða. Það tafði okkur líkað að í öllu umferðarkraðankinu á þröngum götum var “píslaganga” á leið á móti okkur, fólk í búingum einn bar kross og kona söng í gjallarhorn. Við vorum fegnir að komast þaðan.

IMG_3363

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_3367

 

 

 

 

 

 

 

 

Booking.com mælti með Aurora recidence i Gela, svo við stungum okkur þangað á ágætum vegi, hlykkjóttum gegnum nú hrjóstrugt landslag. Eftir að hafa farið gegnum þröngar götur bæjarins, þar með talið á móti einstefnu, sem Geirþrúður var hörð á að væri það ekki fundum við staðinn. Bjöllunni svaraði fullorðinn karlmaður, Giovanni, doktor í bókmenntum og kunni nánast einga ensku. Hann kom niður, góðlegur og við gerðum okkur skiljanlega að við þyrftum geymslu fyrir hjólin. “Si” – hann fór í símann og talaði lengi, svo benti hann á okkur að koma með sér og fórum við með honum í hliðargötu skammt frá þar sem hann sýndi okkur geymslu sem var læst. Þar gátum við geymst hjólin örugg. Við fengum mjög fína heila íbúð fyrir okkur inni í miðbænum. Giovanni hafði ráðlagt okkur veitingahús. Við gengum um bæinn og þá kom í ljós að það var mikil hátíð tengd páskum, allir höfðu verið að vinna til hádegis og voru nú í sínu fínasta pússi á torgi bæjarins. og mikil hátíðahöld. Veitingastaðurinn reyndist vera fiskistaður, og þó að maturinn liti vel út leyst okkur ekki vel á eldhúsið og umgjörðina, það var einginn tími á þessu ferðalagi til að fá í magan

Á morgun Palermo og næturferjan til Sardiníu sem fer um kvöldið.


Á "tánna" - fimmtudagur 2.apríl 2015 -419 km.

 

IMG_3329

 

 

 

 

 

 

 

Morguninn var eins og allir morgnar fram að þessu himininn heiður og blár og sólin skein. Sorrentoflóinn er mjög fallegur, næstum “myndrænn” eins og þið gætuð ímyndað ykkur. Á mörgum heimilum á Íslandi hanga svona idylliskar myndir af húsum í pastellitum með músteinum og blómum og þær eru annaðhvort frá Sorrento, Amalfi eða Portofino.

Við vorum frekar snemma á ferðinni og ókum yfir hálsinn á Sorrento skaganum yfir til Positano og síðan Amalfi ströndin. Ströndin öll er á heimsmynjaskrá Sameinuðu þjóðanna og þeir lesendur bloggsins sem vilja lesa sig til meira um það geta smellt hér.

Ég held ég hafi aldrei ekið um í eins miklli myndrænni náttúrufegurð. Vegurinn sniglast með klettum út við sjó og inn í víkur með littlum bæjum. Þetta er einstakt og verða lesendur bloggsins að smella á krækjuna hér fyrir ofan eða skoða myndirnar. Við fengum okkur esspresso í litlum bæ við höfnina og fylgdumst með mannlífinu við höfnina.

 

IMG_3342

 

 

 

IMG_3331

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamall maður sem ég hitti benti okkur á stóra mósaíkmynd á útivegg. Hún sýndi siglingaveldi Amalfi á miðöldum, en þá réðu nokkur siglingaríki Ítalíu lögum og lofum á Miðjarðarhafi. Við enduðum strandveginn í Salerno þar sem sælan var úti, skítug borg, mikl umferð og við vorum í basli að komast upp á hraðbrautina sem við ætluðum að taka niður Ítalíu.

 

Við tókum “vespu”tæknina á þetta og brenndum meðfram trukkunum og skutumst inn á milli bílanna í langri röðinni upp brekku. Þetta gekk og fljótlega komust við inn á Autostrada A3. Við tókum þann veg alla leið niður á “tá” Ítalíu í gegnum fjöllin. Við fórum hæst í 1050 metra hæð og það kólnaði og dropaði á okkur. Við fórum svo í regngallan sem ekki veitti af um hríð. Það var svartaþoka efst uppi og hittinn sem hafði verið 20 gr. við ströndina fór um tíma niður í 8 gráður. Þegar hallaði niður í móti hlýnaði aftur og við ókum út á “tá” Ítalíu og fundum gistingu í bænum Marinella við borgina Pizzo.

Umhverfið hér er hrörlegt og greinilega mikil fátækt, en hótelið ágætt. Við fengum að geyma hjólin í kjallaranum á verkstæði og geymslu hótelsins þau eru alveg örugg þar. Að því loknun fengum við okkur aðeins í “tánna” og í gogginn. Á veitingastaðnum sátu allir og horfðu á ítalskan skemmtiþátt í sjóvarpinu sem var hátt stillt.


Sorrento- Pompei -Sorrento miðvikudagur 1.apríl 2015, 53 km.

 

IMG_3289

 

 

 

 

 

 

 

 

Alveg síðan ég var smástrákur var ég heillaður af náttúrfræði og mannkynssögu og gekk vel í skóla í þeim fögum. Það er nú ekki síst móður minni Ástu Huldu heitinni að þakka af öllu öðrum ólöstuðum sem kenndi mér að njóta náttúrunnar og var sífellt að ýta að mér bókum til að lesa. Ég var búinn að lesa úr mér augun þegar ég var 13 ára og þurfti að fá gleraugu. Síðan þá hefur útvistar- ferða og lestrarþörfin heltekið mig. Ég vona að mínir nánustu sýni því áfram skilning.

IMG_3213

 

 

IMG_3217

 

 

 

 

IMG_3263

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_3261

 

 

 

 

 

 

 

 

Pompei á Ítalíu vakti sérstakan áhuga minn þegar ég var strákur. Hér var samfélag sem var háþróað 1000 árum áður en Ísland byggðist og hvarf undir öskusprengingu í gosi eldfjallsins Vesúvíusar árið 79. Borgin hefur svo verið grafin upp á síðustu 300 árum.

Nú er ég kominn hingað, loksins, og er búinn að vera á leiðinni lengi. Tók reyndar ekki auðveldustu leiðina eins og lesendum bloggsins er kunnugt.

Við ókum frá Sorrento ströndina gegnum smábæi við ströndina og það var mikil umferð í þröngum götum. Hér aka menn eftir lífsskoðunni “að hika er að sama og tapa”. Við áttum í fullu fangi með að verjast bílum og vespum (lesist -skellinöðrur). Hér keyra menn í árásáhug í ryki hita og hávaða. Stöðugt er flautað og maður verður að hafa sig allan við að verða ekki undir. Mér sýnist reyndar að menn beri virðingu fyrir stórum mótorhjólum eins og við erum á.

Við fengum gott bílastæði með vörðum við innganginn í gömlu borgina í Pompei. Hér stela menn mótorhjólum án þess að blikna og dugar stundum ekki að vera með lás og slá. Hér hafa menn gert það sem ætti að gera á Íslandi að selja aðgang og hugsa vel um mennigarverðmæti. Glæsilegur inngangur, safn og svo gönguleiðir um gömlu borgina. Það var eins og að hverfa 2000 ár aftur í tímann, öllu vel lýst, smáhlutir, pottar og pönnur, og svo gipsafsteypur af þeim sem höfðu farist í öskunni. Menn uppgötluðu holrými í öskunni sem voru fyllt af gips og þá kom í ljós mannslíkamar sem höfðu “gufað upp” og að fólk hafði dáið skyndidauða í öskuflóðinu.

En myndir segja meira en þúsund orð og hér fylgja því nokkrar. Ég rakst á einu horni í borginni fyrir tilviljun á æsku vin minn Jón Val Frostason og Maríu konu hans sem voru á ferðalagi með hóp. Alger tilviljun og einstaklega gaman.

Pompei er á heimsminjaskrá UNESCO og þeir lesendur bloggsins sem vilja lesa meira um það geta smellt hér.

Við héldum tilbaka til Sorrento um eftirmiðdaginn og reyndum að drífa okkur áður en “Siesta” – hvíldartíma, þár var nefnilega minni umferð, allar búðir lokaðar. Það gekk mun betur á leiðinn heim. Við keyrðum inn á togið í Sorrento og fundum ekki stæði fyrir hjólin, en lögðum hjólunum bak við tré við hliðina á veitingahúsinu. Við vorum að vona að löggurnar ( Policia municipale) myndu ekki gera við þetta athugasemdir, sem þær gerðu ekki. Mikil umferð á torginu, vespur og bílar og við sátum við borð nánast úti á götu.

IMG_2317

 

 

 

 

 

 

 

 

Drifum okkur heim og settumst á svalirnar á Megamare og nutum sólarlagsins. Eins og er í góðra vina hópi var mikið spjallað hlutstað á tónlist og hlegið fram eftir kvöldi. Við komust að því við Gulli að við höfum saman tónlistarsmekk, klassík, ég hef alltaf verið frekar feiminn að deila þeim áhuga, en hér var spiluð öll uppáhaldsstefin með “örlitlum” dropa af Ítölsku hvítvíni.

 IMG_23181


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband